Friday, April 19, 2024
HomeErlentUFC svarar Mayweather: Rousey þarf ekki 12 lotur

UFC svarar Mayweather: Rousey þarf ekki 12 lotur

Ronda-RouseyBesti boxari heims, Floyd Mayweather, og besta bardagakona heims, Ronda Rousey hafa skotið á hvort annað í fjölmiðlum að undanförnu. Eftir svar Mayweather svaraði UFC boxaranum með skemmtilegum hætti.

Ronda Rousey var útnefnd besti íþróttamaðurinn í bardagaíþróttum á ESPY verðlaununum og hafði þar með betur en boxarinn Mayweather sem hafði fengið verðlaunin undanfarin ár. Á verðlaununum spurði hún Mayweather hvernig væri að tapa fyrir konu. Rousey notaði þó orðið „beaten“ og vísaði þar með í heimilisofbeldissögu boxarans.

Mayweather svaraði fyrr í vikunni þar sem hann sagðist enn eiga eftir að sjá MMA bardagamann, eða annan boxara, fá 300 milljónir dollara á 36 mínútum. Þegar Rousey gæti gert það gæti hún hringt í hann.

UFC sendi frá sér skemmtilegt svar á Twitter fyrr í kvöld:

Ronda Rousey er þekkt fyrir að klára bardaga sína snemma en síðustu þrír bardagar hennar hafa samanlagt staðið yfir í aðeins 64 sekúndur. Hún þarf því ekki 12 lotur líkt og Mayweather sem hefur sigrað síðustu sex bardaga eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular