spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 194: Max Holloway gegn Jeremy Stephens

UFC 194: Max Holloway gegn Jeremy Stephens

holloway-and-stephensUFC 194 er eftir aðeins nokkra daga og ætlum við að hita vel upp fyrir bardagakvöldið. Í dag ætlum við að skoða fyrsta bardagann á aðalhluta bardagakvöldsins – Max Holloway gegn Jeremy Stephens.

Fjaðurvigt – Max Holloway (14-3 MMA) gegn Jeremy Stephens (24-11 MMA)

Max Holloway varð yngsti keppandi innan UFC til að sigra tíu bardaga þegar hann sigraði Charles Oliveira fyrr á árinu. Sigurinn kom þó ekki eins og hann vildi. Oliveira þurfti að hætta vegna hálsmeiðsla eftir aðeins 96 sekúndur.

Vegna þessa vildi Holloway fá annan bardaga fyrir lok árs og óskaði eftir bardaga gegn fyrrum léttvigtarmeistaranum Frankie Edgar. Hann fékk þó ekki ósk sína uppfyllta en mætir Jeremy Stephens á næstsíðasta bardagakvöldi ársins.

Holloway hefur tekið miklum framförum að undanförnu sem sást best er hann valtaði yfir Cub Swanson fyrr á árinu. Holloway hefur unnið alla sjö bardaga sína síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013.

Nokkrir hlutir til að hafa í huga

  • Holloway hefur unnið sjö bardaga í röð
  • Hefur sigrað þá tvo seinustu sem hafa sigrað Stephens
  • Áttundi bardaginn hans á síðustu tveimur árum
  • Sá eini sem Conor McGregor hefur ekki náð að klára
  • Númer fimm á styrkleikalista UFC í fjaðurvigt

Þó Stephens sé aðeins 29 ára hefur hann nú barist 22 bardaga í UFC. Hans besti sigur kom líklega í hans seinasta bardaga þar sem hann rotaði Dennis Bermudez með fljúgandi hnésparki í júlí. Með sigri á Holloway gæti hann komist í titilbaráttuna.

Stephens rotar Bermudez með hné.
Stephens rotar Bermudez með hné.

Fyrir bardagann gegn Bermudez hafði hann tapað gegn Cub Swanson og Charles Oliveira sem Holloway hefur sigrað. Bardaginn gæti orðið flugeldasýning þar sem báðir eru þekktir fyrir að halda bardaganum standandi.

Nokkrir hlutir til að hafa í huga

  • Mjög höggþungur, 16 rothögg í 24 sigrum
  • Mikill reynslubolti með 35 bardaga
  • Er með fimm sigra og fimm töp í seinustu tíu bardögum
  • Númer átta á styrkleikalista UFC í fjaðurvigt
  • Þekkir Holloway vel eftir að hafa æft með honum

Spá MMA frétta: Bardaginn er líklegur til að fara fram standandi. Jeremy Stephens hefur höggþungan en Holloway er tæknilega betri. Bardaginn gæti þó orðið eins og Dan Henderson gegn Michael Bisping. Henderson var þar með kraftinn en Bisping tæknina. Svo allt getur gerst. Holloway er líklegri til þess að sigra í mjög erfiðum standandi bardaga á dómaraúrskurði.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular