Saturday, April 20, 2024
HomeErlent Þrjár glímur sem sýna hversu góður Demian Maia er

Þrjár glímur sem sýna hversu góður Demian Maia er

demian maiaGunnar Nelson mætir Demian Maia á UFC 194 á laugardaginn. Demian Maia er einn besti gólfglímumaður heims en hér eru þrjár glímur sem sína hann upp á sitt besta.

Demian Maia er þrefaldur heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) og vann ADCC (sterkasta uppgjafarglímumót heims) árið 2007. Hér að neðan höfum við tekið saman glímur og tilþrif með honum sem sýna hversu góður hann er.

Demian Maia hefur þrívegis mætt Gabriel Gonzaga í brasilísku jiu-jitsu. Gonzaga berst í þungavigt UFC og barðist um þungavigtartitilinn í UFC árið 2007. Hann er virkilega fær í gólfinu og er að minnsta kosti 30 kg þyngri en Maia. Gonzaga er sjálfur margverðlaunaður í BJJ.

Þrátt fyrir þyngdarmuninn hefur Maia sigrað Gonzaga tvisvar. Hér má sjá aðra þeirra glímu þar sem Maia klárar Gonzaga með „triangle“ hengingu.

Önnur glíman sem þið ættuð að skoða er glíma hans við Ronaldo ‘Jacare’ Souza. Líkt og Maia berst Jacare í UFC og mætir hann Yoel Romero á laugardaginn. Jacare er líkt og Maia margfaldur heimsmeistari í BJJ.

Maia tókst að sigra vélina Jacare. Jacare er með afar góðan toppleik en Maia lagðist samt á bakið (e. guard pull) gegn Jacare og tókst að sópa honum. Hér að neðan má sjá tvo af allra bestu glímumönnum sögunnar eigast við þar sem Maia fór með sigur af hólmi.

Þriðja glíman er ekki beint glíma. Í febrúar 2009 mætti Maia hinum bandaríska Chael Sonnen í UFC. Fyrir bardagann var búist við að það yrði Sonnen sem myndi taka Maia niður enda Sonnen með góðan bakgrunn úr ólympískri glímu.

Það var hins vegar Maia sem náði fellunni og nokkrum sekúndum eftir felluna læsti hann „triangle“ hengingu. Maia kláraði Sonnen eftir aðeins 2:37 í fyrstu lotu.

Tilþrifin má sjá hér að neðan:

Maia klárar Chael Sonnen með „triangle“ hengingu.
Maia klárar Chael Sonnen með „triangle“ hengingu.

Heldur þú að þú vitir hverjir vinni á UFC 194? Sannaðu það á Fanaments.com og kepptu um €500 evru pottinn!

Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt er:

  1. Fara inná www.fanaments.com og stofna nýjan aðgang með prómó kóðanum MMAFRETTIR sem gefur frían miða í mótið.
  1. Smella á „Enter“ hjá mótinu „UFC 194 – €500 GTD“ og velja þína fimm bardagamenn.
  1. Staðfesta þitt val í mótið

Sannaðu fyrir þér og öðrum að þú vitir eitthvað um UFC! Skráðu þig núna og taktu þátt!

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular