Heimsbikarmót áhugmanna í MMA fer fram í vikunni í Prag. Ísland á tvo keppendur á mótinu og mæta andstæðingum frá Úkraínu og Noregi á morgun.
Drátturinn fyrir mótið fór fram fyrr í dag. Þeir Mikael Leó Aclipen og Aron Franz Bergmann Kristjánsson keppa báðir á mótinu í 18-21 árs flokki.
Mikael Leó keppir í bantamvigt og mætir hann Vadym Kornelishyn frá Úkraínu í fyrstu umferð. Þetta verður eini bardaginn í 1. umferð í bantamvigt en aðrir keppendur í flokknum sitja hjá (bara 9 skráðir í flokkinn). Vadym er ekki skráður með neina bardaga en er sennilega með nokkra MMA bardaga að baki þar sem hann keppti á úrtökumóti Úkraínu fyrir mótið í apríl á þessu ári. Þetta verður hins vegar fyrsti MMA bardagi Mikaels.
Aron Franz keppir í fjaðurvigt og mætir Norðmanninum Fabian Ufs í 1. umferð. Ufs er skráður 2-0 sem áhugamaður í MMA og er með Muay Thai bakgrunn. Þá er hann K-1 Heimsmeistari unglinga 2019 og er því með nokkuð mikla reynslu.
Bardagarnir fara fram á miðvikudaginn en nánari tímasetning kemur síðar í dag og verður fréttin uppfærð. Bardagarnir eru sýndir á IMMAF.TV en greiða þarf fyrir aðgang að mótinu.
*UPPFÆRT*
Mikael er bardaga nr. 2 í Cage 1 og berst því í kringum 8:30 á íslenskum tíma í fyrramálið.
Aron er í Cage 2 og berst í kringum 09:12 á íslenskum tíma í fyrramálið.