spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeUncategorizedÚrslit UFC Fight Night: Brunson vs. Till

Úrslit UFC Fight Night: Brunson vs. Till

UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í dag. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Derek Brunson og Darren Till.

Bardagakvöldið var á evrópskum tíma þrátt fyrir að fara fram í Las Vegas. Derek Brunson og Darren Till áttu skemmtilegan bardaga í millivigtinni. Brunson náði Till niður í öllum lotunum og var Till í miklum vandræðum með að standa upp auk þess sem Brunson lengi þungum höggum í gólfinu. Till átti góð augnablik standandi og í 3. lotu virtist hann vanka Brunson og var æstur í að klára bardagann. Brunson náði hins vegar fellu, komst strax í „mount“ og náði bakinu þar sem Brunson læsti hengingunni. Till tappaði því út og hefur hann tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum.

Frábær sigur hjá Brunson sem skoraði á Israel Adesanya í kjölfarið. Þetta var fimmti sigur Brunson í röð og hefur hann aldrei verið betri.

Tom Aspinall átti enn einn þægilega sigurinn í þungavigtinni. Hann kláraði Sergey Spivak með tæknilegu rothöggi þegar 1. lota var hálfnuð. Þetta var hans fjórði sigur í UFC, hefur klárað þá alla og er enn ósigraður í UFC. Aspinall heldur áfram að standast öll prófin og mun klárlega blanda sér í toppbaráttuna á næstunni.

Umdeildasta atvik kvöldsins átti sér stað í bardaga Khalil Rountree og Modestas Bukauskas. Í 2. lotu henti Khalil „oblique“ sparki í hnéð með þeim afleiðingum að hné Bukauskas bognaði illa. Dómarinn stöðvaði strax bardagann og er Bukauskas að öllum líkindum með slitið krossband.

Nýliðinn Paddy Pimblett átti skemmtilega frumraun í UFC gegn Luigi Vendramini. Pimblett var vankaður snemma í 1. lotu, Vendramini hitti þungum höggum og var Pimblett svo sannarlega í vandræðum. Pimblett stóð þetta þó allt af sér og lenti sjálfur þungri hægri sem vankaði Vendramini. Vendramini bakkaði og leyfði Pimblett honum ekki að jafna sig. Pimblett náði því frábærri endurkomu og kláraði þetta með tæknilegu rothöggi eftir 4:25 í 1. lotu.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Derek Brunson sigraði Darren Till með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:13 í 3. lotu.
Þungavigt: Tom Aspinall sigraði Sergey Spivak með tæknilegu rothöggi (elbow and punches) eftir 2:30 í 1. lotu.
Veltivigt: Alex Morono sigraði David Zawada eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 30–27).
Léttþungavigt: Khalil Rountree Jr. sigraði Modestas Bukauskas tæknilegu rothöggi (leg kick) eftir 2:30 í 2. lotu.
Léttvigt: Paddy Pimblett sigraði Luigi Vendramini tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:25 í 1. lotu.

ESPN+  upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Molly McCann sigraði Ji Yeon Kim eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Jack Shore sigraði Liudvik Sholinian eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (150 pund): Julian Erosa sigraði Charles Jourdain með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 2:56 í 3. lotu.
Millivigt: Marc-André Barriault sigraði Dalcha Lungiambula eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular