UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld á evrópskum tíma. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Darren Till og Derek Brunson.
Upphaflega átti bardagakvöldið að fara fram í London en UFC tókst ekki að láta það ganga vegna kórónuveirunnar. Bardagakvöldið fer því fram í Las Vegas en er engu að síður á evrópskum tíma.
Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 17:30 en aðalhluti bardagakvöldsins kl. 20:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins er síðan sýndur á Viaplay með íslenskri lýsingu.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Julius, Venet og Aron með bardaga á Englandi á laugardaginn - June 3, 2022
- Spá MMA Frétta fyrir UFC 274 - May 7, 2022
- Fjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn - May 6, 2022