Umboðsmaður Edson Barboza segir að Barboza hafi fengið fingur í auga sem hafi haft veruleg áhrif á hann gegn Justin Gaethje um nýliðna helgi. Gaethje rotaði Barboza í 1. lotu eftir stuttan en skemmtilegan bardaga.
Bardaginn stóð yfir í aðeins tvær og hálfa mínútu en Gaethje rotaði Barboza með hægri krók.
Umboðsmaður Barboza, Alex Davis, sagði á Instagram síðu sinni að augnpot hefði haft áhrif á bardagann.
View this post on Instagram
No excuses but this dictated the fight. Sem desculpas, mas isso ditou a luta
Þjálfari Barboza, Anderson Franca, tók í sama streng en báðir vilja ekki búa til neina afsökun en telja að bardaginn hefði staðið lengur yfir. „Ég held að þetta hefði getað orðið einn besti bardagi ársins. Justin Gaethje er frábær bardagamaður og klárlega meðal þeirra bestu í heimi. Við berum mikla virðingu fyrir honum og hans liði. Ég veit ekki hvort úrslitin hefðu orðið önnur en við teljum að bardaginn hefði staðið lengur yfir ef ekki hefði verið fyrir atvikið,“ sagði Franca á Instagram. Franca póstar mynd af vel rauðu auga Barboza eftir bardagann og mynd af augnpotinu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gaethje gerist sekur um að pota í auga andstæðingsins en eitt stig var tekið af Gaethje í bardaga hans gegn Dustin Poirier í fyrra. Þar potaði Gaethje tvisvar í auga Poirier og fékk þar af leiðandi eitt stig tekið af sér.