Thursday, March 28, 2024
HomeErlentUmdeilt jafntefli Canelo og Golovkin

Umdeilt jafntefli Canelo og Golovkin

Þeir Gennady Golovkin og Canelo Alvarez mættust í einum stærsta boxbardaga ársins í gær. Bardaginn var dæmdur jafntefli og ríkir mikil óánægja með niðurstöðu dómaranna.

Bardaginn fór fram í millivigt og eru þetta tveir bestu millivigtarmenn heims í boxinu í dag. Bardaginn var frábær og stóðst væntingar aðdáenda.

Canelo hafði betur í fyrstu lotunum en svo tók Golovkin yfir en Canelo kom til baka í síðustu lotunum. Flestir voru á því að Gennady Golovkin hefði unnið en dómararnir voru ekki á sama máli.

Einn dómaranna skoraði bardagann jafntefli (Don Trella), einn dómarinn skoraði þetta fyrir Golovkin (Dave Moretti) og sá þriðji skoraði þetta fyrir Canelo (Adelaide Byrd).

Gríðarleg óánægja ríkir með skorspjald Bird en að hennar mati vann Canelo 10 af 12 lotum bardagans. Viðbrögðin leyndi sér ekki á samfélagsmiðlum.

Líklegast munu þeir mætast aftur í endurati á næsta ári.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular