0

Úrslit UFC Fight Night: Rockhold vs. Branch

UFC var með bardagakvöld í Pittsburgh í gær þar sem Luke Rockhold snéri aftur eftir langa fjarveru. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Luke Rockhold mætti David Branch í aðalbardaga kvöldsins. Rockhold kláraði Branch eftir rúmar fjórar mínútur í 2. lotu með tæknilegu rothöggi. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Luke Rockhold sigraði David Branch með tæknilegu rothöggi eftir 4:05 í 2. lotu.
Veltivigt: Mike Perry sigraði Alex Reyes með rothöggi (hné) eftir 1:19 í 1. lotu.
Millivigt: Anthony Smith sigraði Hector Lombard með tæknilegu rothöggi eftit 2:33 í 3. lotu.
Léttvigt: Gregor Gillespie sigraði Jason Gonzalez með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 2:11 í 2. lotu.
Veltivigt: Kamaru Usman sigraði Sérgio Moraes með rothöggi eftir 2:48 í 1. lotu.
Þungavigt: Justin Ledet sigraði Azunna Anyanwu eftir klofna dómaraákvörðun.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Léttvigt: Olivier Aubin-Mercier sigraði Tony Martin eftir klofna dómaraákvörðun.
Þungavigt: Daniel Spitz sigraði Anthony Hamilton með tæknilegu rothöggi eftir 24 sekúndur í 1. lotu.
Millivigt: Uriah Hall sigraði Krzysztof Jotko með rothöggi eftir 2:25 í 2. lotu.
Léttvigt: Gilbert Burns sigraði Jason Saggo með rothöggi eftir 4:55 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply