spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUmræðan: Hvernig myndi Ben Askren ganga í UFC?

Umræðan: Hvernig myndi Ben Askren ganga í UFC?

askrenUmræðan er nýr liður hér á MMA Fréttum. Í þessum lið munu pennar MMA Frétta ræða ýmis málefni tengd íþróttinni. Fyrsta málefnið er Ben Askren og hvernig honum myndi ganga í UFC.

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Ben Askren yrði klárlega topp 10 gæji í UFC en ekki meistari. Hann myndi sennilega vinna Robbie Lawler, Carlos Condit og fleiri en ég held að gæjar eins og Johny Hendricks, Tyron Woodley og jafnvel Dong Hyun Kim vinni hann. Askren er auðvitað rosalegur wrestler en er of einhæfur til að vinna aðra góða wrestlera eins og Hendricks og Woodley að mínu mati. Það er munur á wrestling og MMA wrestling.

Auk þess hef ég það á tilfinningunni að hann vilji ekki vera í UFC, vilji ekki vinna með Dana White og muni aldrei berjast í UFC. Á sama tíma mun hann hafa það fínt með því að klára cans í Asíu. Mikið djöfull væri samt gaman að sjá hann og Hendricks mætast!

Guttormur Árni Ársælsson: Ég hefði gaman af því að sjá Askren í UFC. Mér þykir glímustíllinn hans skemmtilegur og það er gaman að sjá hvað hann á stundum auðvelt með að pakka andstæðingum sínum gjörsamlega saman með lítilli fyrirhöfn. Stundum líkist þetta frekar léttri glímuæfingu hjá honum. Hins vegar setur maður spurningamerki við styrkleikann á þeim andstæðingum sem hann hefur mætt í gegnum tíðina.

Veltivigtin er mjög sterk í UFC og ég tel að hann sé of einhæfur til að verða meistari – hugsa að hann væri í kringum 10.-15. sæti í UFC. Hann leit ansi illa út standandi í síðasta bardaga sínum gegn Luis Santos og myndi þurfa að bæta þann þátt verulega ætli hann sér að sigra þá allra bestu. Óhefðbundinn stíll hans og sterk glíma hans myndi þó óneytanlega valda mörgum í UFC vandræðum.

Brynjar Hafsteins: Ben Askren er vél. Hann er líka skemmtilegur karakter og ég held að hann sé besti welterweight í heimi. Askren er eins og Jon Fitch bara betri og UFC sér ekki skemmtanagildið í því.

Hann pakkaði saman Hendricks í háskólaglímunni, hann gerir það í búrinu líka. Hann sigrar Lawler örugglega en við munum líklega aldrei sjá hann í UFC þar sem UFC er skemmtun fyrst og íþrótt svo.

Oddur Freyr: Ég hefði rosalega gaman af því að sjá hann mæta þeim bestu í heimi. Það er sjaldan sem maður sér jafn glæsilega og fyrirhafnarlitla tækni í MMA glímu. Hann er líka með svo óhefðbundinn stíl að ég er viss um að hann gæti gert mörgum í topp 10 mjög erfitt fyrir. Ég er sammála því að ég efa að hann sé efni í meistara, en hann gæti orðið rosalega góður gatekeeper fyrir veltivigtina og sýnt veikleika þeirra sem vilja komast inn á topp 10. Að komast framhjá honum þýðir að viðkomandi er með solid grunn í glímu og tilbúinn í þá allra bestu. Ég efa að hann myndi sigra menn eins og Hendricks í dag, þó hann hafi náð góðum árangri gegn honum á háskólaárunum. Hendricks er annar maður í dag og MMA glíma er ansi ólík háskólaglímunni.

Eiríkur Níels Níelsson: Er alltaf að heyra orðróma um að hann sé að fara yfir í UFC og svo rífst hann við Dana White eða eitthvað álíka. Þannig það gæti alveg gerst einn daginn.

Það er ekki hægt að neita því að hann er einn af þeim bestu í sinni þyngd, en efast um að hann myndi vinna beltið nokkurn tímann en topp 5 alveg pottþétt.

Óskar Örn Árnason: Í fyrsta lagi skil ég ekki í Bellator að láta hann fara og fatta ekki af hverju UFC tekur ekki sénsinn og nær í hann. Það kunna kannski ekki allir að meta hann en hann rífur kjaft eins og enginn sé morgundagurinn og hefur verið að klára bardaga upp á síðkastið. Samanburður við Fitch finnst mér ekki sanngjarn, mér finnst þeir vera mjög ólíkir bardagamenn þrátt fyrir glímustílinn. 

Hvað varðar möguleika Askren í UFC þá held ég að hann eigi séns í alla. Eitt það leiðinlegasta við þetta allt saman er að við vitum ekki hversu góður hann er. Af hverju ekki að sjá hvernig honum gengur gegn t.d. Demian Maia. Það er til myndband á netinu þar sem Marcelo Garcia dóminerar Askren. Kannski getur Maia það líka? Ég myndi vilja sjá það.

Ég vona að casual áhorfandinn fari að þroskast með tímanum og krefjast þess að þeir bestu berjist við þá bestu þó svo að niðurstaðan verði ekki slugfest. En það eru bara draumórar.

Hvað segið þið lesendur? Hvernig myndi Askren ganga í UFC?

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular