Gunnar Nelson stigur inn í búrið í fyrsta skipti á árinu um næstu helgi. Mikil eftirvænting er fyrir bardaganum og fer hver að vera síðastur að bóka borð í Minigarðinum og tryggja sér pláss í bestu stemningunni. Pistlahöfundar MMA Frétta fengu tignarlegt boð um að mæta í Betkastið, hlaðvarp um íþróttir, veðmál og gestapjall.
Eins og alþjóð veit mun Gunnar mæta Kevin „The Trailblazer“ Holland í þriggja lotu bardaga á aðalhluta kvöldsins áður en fyrrum andstæðingur Gunnars, Leon Edwards, mætir Sean Brady í lokaviðureigninni. Fyrir þá áhugasömu er ennþá hægt að tryggja sér miða á bardagann í London en þeir sem vilja ekki gera sér ferð til Bretlands geta hreiðrað um sig á heimavelli bardagaíþrótta.
Fimmta Lotan X Betkastið var stórskemmtilegt spjall og má finna þáttinn á Spotify í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.