spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUpphitun fyrir UFC 167 (fyrsti hluti)

Upphitun fyrir UFC 167 (fyrsti hluti)

gufc 167

UFC 167 fer fram næsta laugardag og stefnir í frábært bardagakvöld! Hæst ber að nefna að veltivigtarmeistarinn sjálfur George St. Pierre ver titilinn sinn gegn Johny Hendricks en einnig eru fullt af öðrum flottum bardögum á kvöldinu.

Tim Elliot (10-3-1) vs. Ali Bagautinov (11-2) – fluguvigt

Þetta eru kannski ekki tvö stærstu nöfnin í bransanum en gæti orðið virkilega skemmtilegur bardagi í fluguvigtinni.

Tim Elliot átti ágætis feril í bandarísku háskólaglímunni en eftir að skólanum lauk snéri hann sér að MMA. Ferillinn hans byrjaði nú ekki vel en eftir fyrstu þrjá bardaga sína hafði hann tapað tveimur og gert eitt jafntefli. Síðan þá hefur hann unnið 10 af 11 bardögum sínum og aðeins John Dodson tekist að sigra hann. Á þessari sigurgöngu tókst honum m.a. að rota fyrrum UFC léttvigtarmeistarann Jens Pulver. Hann hefur nú sigrað tvo bardaga í röð í UFC en sigur á aðal korti UFC væri mikill stökkpallur fyrir þennan 26 ára Bandaríkjamann.

Ali Bagautinov er enn einn Rússinn í UFC. Af tíu sigrum hans á ferlinum hafa aðeins tveir komið eftir dómaraákvörðun.  Í fyrsta og eina UFC bardaganum sínum til þessa rotaði hann Marcos Vinicious í þriðju lotu.

Spá MMA frétta: Bagautinov heldur sigurgöngu „Rússana“ áfram og sigrar með rothöggi í 2. lotu.

 

Josh Koscheck (17-7) vs. Tyron Woodley (11-2) – veltivigt

Bardagi milli tveggja frábærra glímumanna. Hvor mun ná fellunni?

Josh Koscheck átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann hlaut „All-American“ (topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu) nafnbótina öll fjögur árin sín. Koscheck kom í UFC í gegnum fyrstu seríu af TUF og hann hefur því barist 22 af 24 bardögum sínum í UFC. Koscheck er umdeildur bardagamaður sem margir elska að hata. Hann talar illa um andstæðinga sína og lætur menn fá það óþvegið í viðtölum fyrir bardagana. Sagan segir að í bardaga hans við Paul Daley hafi hann sagt ófögur orð um unnustu Daley í bardaganum til að espa Daley upp. Það tókst en eftir að bardaginn kláraðist reyndi Daley að slá til Koscheck og fékk þar af leiðandi lífstíðarbann úr UFC. Koscheck barðist um titilinn við George St. Pierre þar sem hann tapaði eftir algjöra yfirburði meistarans. Margir spekingar segja að Johny Hendricks og Josh Koscheck séu mjög sambærilegir andstæðingar fyrir St. Pierre. Koscheck er höggþungur glímumaður en ferilinn gæti verið á niðurleið þar sem hann hefur tapað síðustu tveimur bardögum. Tapi hann um helgina er hann sennilega á leið úr UFC.

Tyron Woodley átti einnig frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni en hann hlaut „All-American“ nafnbótina tvisvar. Woodley hóf atvinnumannaferilinn árið 2009 og sigraði fyrstu 10 bardaga sína. Hann var veltivigtarmeistari í Strikeforce þar til Nate Marquardt rotaði hann. Woodley hefur verið gagnrýndur fyrir leiðinlegan stíl (oft nefndur „Lay‘n‘pray“) en hann getur vel rotað menn eins og hann sýndi gegn Jay Hieron.

Spá MMA frétta: Koscheck nýtir reynslu sína í búrinu og sigrar eftir dómarákvörðun.

Á morgun skoðum við næstu tvo bardaga á kvöldinu en það eru þeir Robbie Lawler vs. Rory McDonald og Rashad Evans vs. Chael Sonnen.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular