Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaUtan búrsins: Bjarki Ómarsson

Utan búrsins: Bjarki Ómarsson

bjarki ómars
Mynd: Jón Viðar Arnþórsson

Utan búrsins er nýr liður hér á MMA fréttum. Þetta verða stuttar spurningar þar sem lesendur fá að kynnast bardagafólkinu okkar betur. Fyrstur á svið er Bjarki “The Kid” Ómarsson en hann er einn allra efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Bjarki hefur tvisvar barist í MMA  en hann sigraði sinn síðasta bardaga í september á Euro Fight Night þar sem hann sýndi gríðarlega flott kickbox og vel tímasettar fellur. Við skulum kynnast þessum 18 ára strák aðeins betur.

Nafn? Bjarki Ómarsson

Aldur? 18 ára

Hjúskaparstaða? Á lausu því miður

Uppáhalds matur? Ítalskt lambalæri sem pabbi gerir

Uppáhalds veitingastaður? Nandos og Noodle station

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Entourage

Besta bíómynd sem gerð hefur verið? The Shawshank Redemption

Uppáhalds hljómsveit? Veit ekki

Hvaða íþrótt myndir þú aldrei æfa? Skák, ég bara verð að fá að hreyfa mig!

Hver eru áhugamál utan MMA og hvernig sinniru þeim? Örugglega bara fjölskylda og vinir.

Hvernig finnst þér best að slaka á? Með vinum og bíó

Uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Föstudagur því þá er öll helgin framundan

Ertu með tattú? Nei

Hvaða skoðun hefuru á fjárlagafrumvarpinu? Ekki neina !

Hvað leiddi þig út í bardagaíþróttir? Ég var alltaf að hugsa um að byrja að æfa box eða einhverja bardagaíþrótt svo ég gæti lært að verja mig en síðan horfði ég á mynd með vinum minu sem heitir “Never back down” og ég varð ástfanginn af þessari mynd. Mér fannst þetta svo töff sem þeir voru að gera þanning að ég googlaði MMA á Íslandi og fann Mjölni.

Hvað fer í taugarnar á þér í fari fólks? Ekkert sérstakt

Vandræðalegasta augnablik ævi þinnar? Ég rasskellti óvart konu í ræktinni! Það var þanning að eg var að bíða eftir vini mínum sem var enn inni í klefa á meðan var ég að hita mig upp með því að sveifla höndunum og svona. Einmitt þegar ég var að því labbaði kona framhjá sem ég tók ekki eftir og lófinn á mér smellhitti rasskinnina hennar og ég var bara “sorry sorry” og hún brosti bara til mín. Það var ágætlega vandræðarlegt..

Besta pick up línan? Are you from Tennessee? Because you’re the only ten I see!

Hér má sjá flotta klippu af tilþrifum hans úr bardaganum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular