Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaRicky Gervais styður Michael Bisping

Ricky Gervais styður Michael Bisping

bisping

Grínistinn Ricky Gervais, sem er þekktastur fyrir sjónvarpsþættina „The Office“, er að kynna nýjasta þáttinn sinn „Derek“ þessa dagana og fékk óvænta aðstoð úr MMA-heiminum, frá Michael Bisping. Gervais spurði hver væri sá harðasti sem væri tilbúinn til að viðurkenna að hann hefði grátið yfir þáttunum og Bisping bauð sig fram, hálfpartinn.

 

Bisping bætti við í gríni að það hefði verið meidda augað sem grét.

Gervais, sem hefur skrifað um MMA á Twitter, þekkir greinilega sitt heimafólk og var ánægður. Hann svaraði skilaboðum Bisping og sagði að vinningshafinn væri fundinn.

Aðdáandi Bisping stakk þá upp á því að fá stuðning frá Gervais í yfirstandandi atkvæðagreiðslu um hver fær að vera með Jon Jones framan á hulstrinu fyrir næsta UFC tölvuleik. Bisping hefur verið með öfluga herferð í gangi á samfélagsmiðlum til að afla stuðings í atkvæðagreiðslunni undanfarið og stökk á tækifærið.

Þar sem Ricky Gervais er með yfir 5 milljón fylgjendur á Twitter er ekki ósennilegt að þessi stuðingur hjálpi Bisping eitthvað við að sigra hinn geysivinsæla Chael Sonnen í þessari lotu atkvæðagreiðslunnar. Það er verst fyrir Bisping að honum gekk ekki jafn vel þegar hann mætti Sonnen í búrinu.

Bisping þakkaði fyrir sig með myndinni sem sést hér að ofan.

Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular