spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUpphitun: UFC Fight Night 32: Belfort vs. Henderson (annar hluti)

Upphitun: UFC Fight Night 32: Belfort vs. Henderson (annar hluti)

Belfort_vs_Hendo_first_look

Við höldum upphitun áfram og kíkjum á næstu þrjá bardaga.

Cezar-Mutante-FerreiraSarafian

Cezar Ferreira (4-2) vs. Daniel Sarafian (9-3) – millivigt

Þessir tveir áttu að mætast í úrslitum The Ultimate Fighter: Brazil en Sarafian meiddist. Í stað þess barðist hann við og sigraði jiu jitsu snillinginn Sergio Moraes. Nú fáum við að vita hver er réttmætur sigurvegari seríunnar. Ferreira er lærisveinn Vitor Belfort, hann var valinn fyrstur í liðið hans í þáttunum. Hann hefur litið hrikalega vel út undanfarið. Hér er Ferreira að klára sinn síðasta bardaga á móti Thiago Santos:

Sarafian er trukkur. Hann leit ekki mjög vel út á mót C.B. Dollaway en hefur sýnt að hann getur verið stórhættulegur, sérstaklega á gólfinu þar sem hann hefur klárað sjö bardaga með uppgjafarbragði. Sarafian hefur kláraði sjö bardaga með uppgjafarbragði á meðan Ferreira er aðeins með sex bardaga að baki!

Spá MMAfrétta: Sarafian er erfiður en Ferreira er aðhliða betri bardagamaður. Báðir eru með svart belti í jiu jitsu en Ferreira er betri og fjölbreyttari standandi. Ferreira sigrar en sennilega á stigum þar sem verður erfitt að klára Sarafian.

FeijaoPokrajac

Rafael Cavalcante (11-4) vs. Igor Pokrajac (25-10) – létt þungavigt

Hér eru á ferðinni tveir harðhausar sem eru báðir undir talsverðri pressu. Til að vera vissir um að halda starfinu þurfa þeir báðir á sigri að halda. Cavalcante, kallaður Feijão, átti góða syrpu í Strikeforce þar sem hann sigraði meðal annars King Mo Lawal og vann þar með titilinn. Hann tapaði honum svo fyrir Dan Henderson en það er lítil skömm af því. Í hans síðasta bardaga, hans fyrsta í UFC, var hann tekinn í bakaríið af Thiago Silva sem rotaði hann í fyrstu lotu. Feijão þarf nú að koma sterkur til baka og sýna að hann getur ennþá keppt við þá bestu.

Pokrajac hefur tapað oftar en hann hefur unnið í UFC. Hann er engu að síður harður nagli og þekktur fyrir blóðug stríð á móti köppum eins og James Te-Huna og Fabio Maldonado. Í júní á þessu ári tapaði hann fyrir Ryan Jimmo á stigum. Hann leit ekki vel út í þeim bardaga.

Hér er Feijão að sýna listir sínar:

Spá MMAfrétta: Báðir menn þurfa að sanna sig upp á nýtt. Mér finnst líklegt að bardaginn verði að mestu leyti standandi en þar er Feijão tæknilegri. Ég spái því að Feijão roti Pokrajac í fyrstu lotu.

thiagothatch

Paulo Thiago (15-5) vs. Brandon Thatch (10-1) – veltivigt

Thatch var stórkostlegur í sínum fyrsta bardaga í UFC á móti Justin Edwars og vann rothögg kvöldsins. Hann hefur sigrað síðustu 9 bardaga sína en mætir hér sínum erfiðasta andstæðingi til þessa. Thiago er með svart belti í jiu jitsu og júdó en hann getur líka slegið sem hann sannaði þegar hann rotaði Josh Koscheck árið 2009. Undanfarið hefur hann verið að tapa sínum stærstu bardögum og er orðinn einskonar „gatekeeper“. Tapi Thiago hér gæti hann verið rekinn frá UFC.

Hér er Thatch að rota Edwards í ágúst:

Spá MMAfrétta: Thatch er á uppleið, Thiago er á niðurleið. Stundum er það svo einfalt. Ég veit ekki hversu góður Thatch er á gólfinu og hann gæti lent í vandræðum þar á móti Thiago. Ég held hins vegar að hann standist þetta próf og klári Thiago með höggum í annarri eða þriðju lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular