Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: Verstu bardagar allra tíma

Föstudagstopplistinn: Verstu bardagar allra tíma

gray-maynard-clay-guida

Við hér á MMA fréttum erum með fastan lið sem kallast Föstudagstopplistinn. Í dag verða teknir fyrir bardagar sem eru hreint út sagt hrikalegir. Undirritaður valdi listann og endurspeglar ekki skoðanir annarra á vefsíðunni. Bardagarnir eru í engri sérstakri röð.

Gray Maynard vs Clay Guida – UFC á FX 4

Clay Guida ætlaði greinilega að taka blaðsíðu úr bók Carlos Condit gegn Nick Diaz þar sem hann hljóp frá og hringsólaði í kringum Diaz en Condit sparkaði og kýldi. Guida gleymdi víst að það þarf að kýla og sparka með hringsóli.

Maynard varð brjálaður og gaf honum puttan ásamt því að öskra ófögrum orðum á Guida. „Dansandi með bardagamönnum“ gæti hugsanlega verið auka þáttur hjá UFC með Guida sem dómara.

Frank Mir vs Mirko Cro Cop – UFC 119

Í hvert skipti sem Cro Cop steig inn í átthyrninginn vonuðust MMA aðdáendur eftir að Cro Cop myndi sýna sitt gamla andlit. Frank Mir hafði á þessum tíma verið gríðarlega spennandi í seinustu bardögum gegn bæði Cheick Kongo og Antonio Rodrigo Nogueira og því var búist við hörku bardaga.

Svo varð nú aldeilis ekki. Í bardaganum gerðist nánast ekkert. Þeir horfðu mikið á hvorn annan og urðu fljótt dauðþreyttir. Það liðu 14 mínútur þangað til Frank Mir ákvað að hnjáa Cro Cop í andlitið og klára bardagann. Þrátt fyrir þetta ágæta rothögg er bardagans minnst sem einn þann leiðinlegasta í manna minnum. Þessar 14 mínútur hefðu geta gagnast í margt skemmtilegra eins og að horfa á Michael Jackson Thriller myndband sem er tæplega jafn langt.

Anderson Silva gegn Thales Leites og Damian Maia

AndersonLeites1

Ekki er hægt að velja á milli þessa vögguvísna. Leites gerði voða lítið til þess að reyna að sigra Silva. Hann var mikið á rassinum og vildi fá Silva í gólfið en hann náði því engan veginn.

Maia átti stórkostlegt kvöld gegn Silva. Í fyrstu lotu átti hann eitt spark. Eitt spark á fimm mínútum. Í annari lotu átti hann ekkert spark, ekkert högg og reyndi fimm sinnum að taka Silva niður en ekkert gekk. Maia endaði með 20 högg á Silva eftir 25 mínútur. Silva fannst hann ekki eiga heima í búrinu með sér, það var rétt. Maia átti þó ekki alla sökina þar sem Silva notaði tíman í trúðslæti og fíflagang.

Ken Shamrock vs Dan Severn – UFC 9

Bardaginn var fyrir súper belti UFC. Ótrúlegasta við bardagann var að Shamrock fór inn í búrið með lengsta meiðslalista sem sögur fara af. Líklegast var bardaginn svo drep leiðinlegur því reglum UFC var breytt fyrir bardagann og ekki mátti nota högg með lokuðum hnefa. Þessi 30 mínútna bardaga var ansi langur að líða.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular