Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaUpphitun: UFC Fight Night 32: Belfort vs. Henderson (fyrsti hluti)

Upphitun: UFC Fight Night 32: Belfort vs. Henderson (fyrsti hluti)

Belfort_vs_Hendo_first_look

UFC Fight Night 32 fer fram næsta laugardag í bænum Goiania í Brazilíu. Ég segi bæ en það búa þar um 1,3 milljón manna. Aðalbardagi kvöldsins er auðvitað annar bardagi goðsagnanna Vitor Belfort og Dan Henderson. Fyrir utan þann bardaga er lítið um stór nöfn en ef grannt er skoðað má finna hitt og þetta sem vert er að skoða betur. Hér kemur fyrsti hluti af þremur til að byrja upphitunina!

santiago-ponzinibbioRyan Laflare

Santiago Ponzinibbio (18-1) vs. Ryan LaFlare (8-0) – veltivigt

Ponzinibbio (þvílíkt nafn) tók þátt í The Ultimate Fighter: Brazil 2. Hann var kominn alla leið í úrslitin þegar hann meiddi sig á hendi og gat ekki barist. Sá sem vann svo seríuna, Leondardo Santos, er hins vegar einn af þeim sem Ponzinibbio sigraði í þáttunum. LaFlare er ósigraður. Hann hefur barist einu sinni í UFC, sigraði þá Ben Alloway.

Spá MMAfrétta: Það er aldrei gott að berjast við Brasilíumann í Brasilíu. Ponzinibbio tekur þetta.

Rony JasonJeremy Stephens

Rony Jason (14-3) vs. Jeremy Stephens (21-9) – fjaðurvigt

Þetta er einn besti bardagi kvöldsins. Jason vann The Ultimate Fighter: Brazil og hefur ekki tapað í þremur bardögum í UFC. Stephens er reynslubolti, hans stærsti sigur var á móti Rafael dos Anjos sem er hátt skrifaður í léttvigt í dag. Báðir þessir menn eru stríðsmenn sem elska að standa og láta höggin flæða. Báðir eru reyndar með svart belti í jiu jitsu og geta gripið í það ef þörf er á.

Spá MMAfrétta: Aftur, Brassi í Brasilíu er slæmt. Stephens er alltaf skemmtilegur á að horfa en ég held að Jason sé hungraðri og einfaldlega betri. Jason, sigrar á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.

Frítt á Facebook: Spurningin er, af hverju ætti ég að horfa?

Godofredo Pepey vs. Sam Sicilia – fjaðurvigt

Af því að þetta er þessi klassíski „grappler vs. striker“ bardagi. Pepey er með svart belti í jiu jitsu en Sicilia er rotari.

Thiago Perpétuo vs. Omari Akhmedov – millivigt

Af því að Akhmedov er nýjasti Rússinn í UFC, hann er ósigraður og étur gaddavír morgunmat.

Thiago Tavares vs. Justin Salas – léttvigt

Af því að báðir menn er góðir en bara annar getur risið upp úr meðalmennskunni með sigri.

Adriano Martins vs. Daron Cruickshank – léttvigt

Af því að Cruickshank er frábær sparkboxari og býður oftar en ekki upp á flugeldasýningu.

Jose Maria Tome vs. Dustin Ortiz – fluguvigt

Af því að sigurvegarinn nælir sér í sinn fyrsta sigur í UFC.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular