spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUpprisa Ben Rothwell

Upprisa Ben Rothwell

Ben Rothwell mætir Josh Barnett á UFC on Fox bardagakvöldinu á laugardaginn. Rothwell er afar reynslumikill bardagamaður og óhætt að segja að hann sé sérkennilegur karakter.

Ben Rothwell er á þriggja bardaga sigurgöngu og hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína. Það er ekki mikill glamúr í kringum Rothwell en hann hefur fengið meiri athygli á þessu ári og þá sérstaklega eftir ansi áhugaverða ræðu hans eftir sinn síðasta sigur.

Hann þykir enn dálítið asnalegur en hefur sagt að nú sé hans tími kominn og nú þorir hann að sýna smá lit og persónuleika í viðtölum. Það má þó ekki gleyma að hann er með 20 rothögg á ferilskránni og 12 sigra eftir uppgjafartök sem verður að teljast ansi gott.

Í viðtalinu hér að neðan virkar hann hógvær maður sem langar alltaf að læra meira og betrumbæta sjálfan sig. Í hans huga hafa bardagaíþróttir gefið honum allt sem hann á í dag og vill hann því kenna sem mest til að gefa til baka til bardagasamfélagsins.

Rothwell er með áhugaverða sögu á bakvið sig. Í myndabandinu hér að neðan talar hann m.a. um er hann var í dái í nokkra daga sem breytti lífi hans og alvarlegt bílslys sem hann lenti í með þeim afleiðingum að vinur hans dó.

Eins og áður segir mætir Ben Rothwell Josh Barnett á laugardaginn á UFC on Fox 18 bardagakvöldinu. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins og er mikilvægur bardagi í furðulegri þungavigt.

Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl 1.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular