spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUppröðun UFC 300 komin á hreint

Uppröðun UFC 300 komin á hreint

Það styttist óðfluga í einn stærsta UFC viðburð allra tíma þó erfitt verði að toppa þann sem við fengum síðustu helgi. MMA aðdáendur hafa beðið eftir UFC 300 með mikilli eftirvæntingu en þó hafa sumir lýst yfir vonbrigðum sínum. Dana White talaði um það í marga mánuði að þetta yrði stærsti og flottasti viðburður hingað til og aðal bardagi kvöldsins yrði rosalegur en hann sjálfur virkaði frekar daufur í dálkinn þegar hann loksins tilkynnti að Alex Pereira og Jamahal Hill yrðu þeir sem myndu loka kvöldinu. Trúlega hefur hann verið að vonast eftir einhverju stærra sjálfur.

En þrátt fyrir það er Alex Pereira vs. Jamahall Hill fyrir léttþungavigtarbeltið risastór og gríðarlega spennandi bardagi sem gæti verið aðal númer kvöldsins á hvaða viðburði sem er.

Um síðustu helgi var kynntur síðasti bardaginn sem bætist við UFC 300 en það var Renato Moicano vs. Jalin Turner. Um leið var endanleg uppröðun kynnt. Það sem kemur helst á óvart er að Cody Brundage af öllum mönnum er á aðal kortinu (main card). Hann mætir nýju stórstjörnunni Bo Nickal sem mikið hefur verið rætt um síðan hann gekk til liðs við UFC eftir stuttan atvinnumanna feril í blönduðum bardagaíþróttum. Hann var aðeins búinn með 1 atvinnumanna bardaga þegar hann keppti í Dana White Contenders Series en þar tók hann 2 bardaga sem hann sigraði með uppgjafartökum, báða á u.þ.b. mínútu. Ekki nokkur maður efast um glímufærni hans en margir hafa bent á það að hann eigi alveg eftir að sanna sig sem MMA bardagamaður. 

En einhvern vegin endar hann alltaf á aðal korti hvers einasta UFC viðburðar sem hann berst á. Hann var fyrsti bardagamaður í sögu UFC til að þreyta frumraun á aðal korti “pay-per-view” viðburðar og núna hefur hann ratað á aðal kortið á stærsta UFC viðburði allra tíma í sínum þriðja bardaga á meðan fyrrverandi meistararnir Jiri Procházka, Aljamain Sterling, Deiveson Figueiredo, Holly Holm, Cody Garbrandt og Jéssica Andrade þurfa að sætta sig við undir kortið (prelims).

Endanleg uppröðun á UFC 300 er eftirfarandi:

Main card:
Alex Pereira vs. Jamahal Hill (léttþungavigtar titill)

Zhang Wheili vs. Yan Xiaonan (strávigtar titill)

Justin Gaethje vs. Max Holloway (BMF titill)

Cody Brundage vs. Bo Nickal

Charles Oliveira vs. Arman Tsarukyan

Prelims:
Jiri Procházka vs. Aleksandar Rakic

Calvin Kattar vs. Aljamain Sterling

Kayla Harrison vs. Holly Holm

Jessica Andrade vs. Marina Rodriguez

Deiveson Figueiredo vs. Cody Garbrandt

Diego Lopes vs. Sodiq Yusuff

Bobby Green vs. Jim Miller

Renato Moicano vs. Jalin Turner

Undir kortið byrjar kl. 22:00 á íslenskum tíma og aðal kortið kl. 02:00

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular