spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUppruni MMA

Uppruni MMA

Hvaðan kemur þetta ágæta MMA sem við erum öll svona spennt fyrir og hvert var upphaf UFC keppnana sem góður partur af þessum miðli snýst um að segja fréttir frá?

Fyrsta UFC keppnin var haldin 12. nóvember 1993 og eru því að verða 20 ár frá fyrstu keppninni. UFC 167, þar sem Georges St. Pierre (GSP) mun verja veltivitartitil sinn gegn Johnny Hendricks, mun marka 20 ára sögu UFC.

En hvað varð til þess að UFC byrjaði? Upptök blandaðra bardagalista má rekja allt aftur til Pankration sem varð Ólympíuíþrótt á leikunum árið 648 f.Kr. Uppruni þess sem við sáum á UFC 1 átti hins vegar rætur að rekja til Vale Tudo keppna í Brasilíu frá 1932.

Gracie fjölskyldan með Helio Gracie í fararbroddi var með mikla yfirburði í Vale Tudo keppnum í Brasilíu á þessum árum. Fyrsta tap Helio Gracie í Vale Tudo bardaga var gegn Japananum og Judo meistaranum Masahiko Kimura á ude-garami. Af virðingu við Kimura, ákvað Helio að kalla ude-garami, Kimura í BJJ. Helio og fjölskylda urðu strax þekktir um alla Brasilíu sem miklir bardagamenn.

rorionTil að færa okkur nær UFC 1 þá fóru hlutirnir að gerast eftir að Rorion Gracie, elsti sonur Helio, var sendur til Kaliforníu til að breiða út BJJ í Bandaríkjunum. Rorion varð að miklu nafni árið 1989 eftir að hafa leikstýrt bardagaatriðum í Lethal Weapon myndunum og á tíma var langur biðlisti eftir að koma í þjálfun hjá Rorion og Royce Gracie, sem hafði flutt til Kaliforníu til að hjálpa bróður sínum. Royce Gracie myndi seinna breyta hvernig heimurinn hugsar um bardagaíþróttir.

Í kjölfar þessarar miklu athygli sem bræðurnir höfðu fengið fóru aðrir bardagaíþróttamenn að skora á Gracie bræðurna með mjög takmörkuðum árangri. Bræðurnir fóru að leggja til verðlaunafé fyrir þann sem gæti unnið þá. Það fé sem safnaðist upp varð seinna að verðlaunafénu sem var keppt um í UFC 1. UFC er því í raun framhald á stærri vettvangi af þessum áskorunum á Gracie bræðurna. Þeir vörðu sinn titil fyrst um sinn og sýndu fram á algera yfirburði BJJ í bardaga.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular