spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit Rizin FF: Fedor, Kron Gracie og Gabi Garcia með sigra

Úrslit Rizin FF: Fedor, Kron Gracie og Gabi Garcia með sigra

Photo by Esther Lin/STRIKEFORCE
Mynd: Esther Lin

Seinni viðburði Rizin FF var að ljúka þar sem Fedor Emelianenko sigraði Jaideep Sing nokkuð auðveldlega og King Mo sigraði 8-manna útsláttarkeppnina.

Þetta var annar viðburður Rizin FF á þremur dögum en fyrsta bardagakvöldið þeirra fór fram þann 29. desember. Líkt og á fyrra bardagakvöldi þeirra voru bardagarnir skemmtilegir og mikið um uppgjafartök og rothögg.

Sjá einnig: Sjáðu Fedor klára Jaideep Singh

Muhammed ‘King Mo’ Lawal stóð uppi sem sigurvegari í 8-manna útsláttarmótinu í þungavigt. Mótið hófst á þriðjudaginn og voru undanúrslitin og úrslit áðan. Hér eru öll úrslit dagsins.

Úrslitabardaginn í þungavigtarmótinu: Muhammed Lawal sigraði Jiri Prochazka með rothöggi í 1. lotu eftir 5:09.
Fedor Emelianenko sigraði Jaideep Singh með tæknilegu rothöggi eftir 3:02 í 1. lotu.
Kron Gracie sigraði Asen Yamamoto með „triangle“ hengingu eftir 4:57 í 1. lotu.
Andy Souwer sigraði Yuichiro Nagashima með tæknilegu rothöggi eftir 5:28 í fyrstu lotu.
Kaido Hoovelson sigraði Peter Aerts eftir dómaraákvörðun.
Gabi Garcia sigraði Seini Draughn með tæknilegu rothöggi eftir 2:36 í 1. lotu.
Soo Chul Kim sigraði Maike Linhares Galvao Amorim eftir dómaraákvörðun.
Brennan Ward sigraði Ken Hasegawa með „rear naked choke“ eftir 1:52 í 2. lotu.
Undanúrslit í þungavigtarmótinu: Jiri Prochazka sigraði Vadim Nemkov með tæknilegu rothöggi en Nemkov hætti á stólnum eftir 1. lotuna.
Undanúrslit í þungavigtarmótinu: Muhammad Lawal sigraði Teodoras Aukstuolis eftir dómaraákvörðun.
Rena Kubota sigraði Jleana Valentino með „armbar“ eftir 3:31 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular