Fyrsta Týsmót Mjölnis fór fram í kvöld og var boðið upp á 10 frábærar glímur. Mjölnir sendi tvö lið til þátttöku og Sleipnir eitt. Auk þessara liða tókust á þær Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir) og Harpa Ragúels (Fenrir) og háðu skemmtilega glímu. Úrslitin úr glímum kvöldsins eru eftirfarandi.
Mjölnir 2 vs. Sleipnir
Magnús Björn Ólafsson sigraði Hermann Ragnar Unnarsson eftir dómaraákvörðun en glíman var tvíframlengd.
Ómar Yamak sigraði Björn Lúkas með “rear naked choke”.
Pétur Jónasson sigraði Helga Rafn Guðmundsson á stigum eftir framlengingu.
Mjölnir 2 sigraði þessa viðureign 3-0.
Mjölnir 1 vs. Mjölnir 2
Axel Kristinsson sigraði Ómar Yamak með “rear naked choke”
Bjarki Þór Pálsson sigraði Magnús Björn Ólafsson með “darce choke”
Þráinn Kolbeinsson sigraði Pétur Jónasson með “side choke/arm triangle”
Mjölnir 1 sigraði þessa viðureign 3-0.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir) og Harpa Ragúels (Fenrir) kepptu sín á milli þar sem Sunna Rannveig sigraði með “rear naked choke”.
Mjölnir 1 vs. Sleipnir
Axel Kristinsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með “rear naked choke”
Þráinn Kolbeinsson sigraði Björn Lúkas með “darce choke”
Bjarki Þór Pálsson sigraði Hermann Ragnar Unnarsson með standandi “guillotine” hengingu.
Mjölnir 1 sigraði þessa viðureign 3-0.
Mótið var virkilega skemmtilegt og fengu áhorfendur að sjá frábærar glímur. Glíma Ómars Yamak gegn Birni Lúkasi var valin glíma mótsins og fengu þeir báðir 5.000 kr gjafabréf á Vegamótum og hettupeysu frá Tenacity (Jaco). “Guillotine” henging Bjarka Þórs Pálssonar var valið uppgjafartak mótsins og fékk hann 5.000 kr gjafabréf frá Vegamótum, tösku frá Tenacity (Jaco) og 15.000 kr gjafabréf í Óðinsbúð fyrir þessi tilþrif.
Mjölnir 1 stóð uppi sem sigurvegari en þeir sigruðu allar sínar glímur, og allar eftir uppgjafartak. Þeir fóru svo sannarlega ekki tómhentir heim en þeir fengu hver 5.000 kr. gjafabréf á Vegamótum, stuttbuxur að eigin vali hjá Tenacity (Jaco), gjafabréf í Óðinsbúð að verðmæti 10.000 kr. og ísaumað handklæði frá Mjölni.
Myndbönd og viðtöl við keppendur birtast á næstu dögum.