Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA frétta fyrir UFC 169

Spá MMA frétta fyrir UFC 169

Eins og flestum lesendum okkar ætti að vera kunnugt um fer UFC 169 fram annað kvöld. Bardagakvöldið er stútfullt af frábærum bardögum en toppurinn á ísjakanum eru tveir titilbardagar. Hér er okkar spá fyrir þessa tvo mögnuðu bardaga.
Event_Sched_Feature_02_169

Bantamvigtartitilinn: Renan Barao (31-1 (1)) vs. Urijah Faber (30-6)

Pétur Marinó Jónsson
: Þetta verður svakalegur bardagi og mun jafnari en síðast. Faber hefur bætt sig mikið síðan þeir mættust síðast og í rauninni sjaldan verið betri, en á sama tíma hefur Barao einnig orðið betri. Þetta verður hnífjafnt en ég spái því að Barao taki þetta eftir dómaraákvörðun, 48-47.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Barao er skrímsli, búinn að vinna 31 bardaga í röð, sem er fáranlega klikkað ef maður hugsar útí það. 2013 var eitt besta ár hjá Faber eftir að Team Alpha Male fengu Duane Ludwig sem þjálfara. Ég spái að Faber vinni á guillotine í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Barao vs. Faber. Ég held að þetta verði jafnari bardagi en síðast en held að niðurstaðan verði sú sama. Barao á stigum.

Brynjar Hafsteins: 
Ég vona að Faber vinni, ég held að hann sé topp náungi en það er ekki nóg gegn Baroninum sem er ósigraður síðan 2005. Það er mjög óvenjulegt í MMA. Baroninn á stigum.

Oddur Freyr: Faber tekur Barao í þriðju lotu með uppgjafartaki.

Guttormur Árni Ársælsson: Faber hefur bætt sig helling undanfarið. Ég bjóst við jöfnum bardaga gegn McDonald en svo átti McDonald bara ekki séns í Faber. Ég spái því að Faber vinni loks UFC titilinn á laugardaginn.

Þeir sem spá Barao sigri: Pétur, Óskar, Brynjar
Þeir sem spá Faber sigri: Sigurjón, Oddur, Guttormur.

Fjaðurvigtartitillinn: Jose Aldo (23-1) vs. Ricardo Lamas (13-2)

Pétur Marinó Jónsson: Það er alltaf gaman að horfa á tæknilegt Muay Thai-ið hjá Aldo og hrein unun að sjá hvernig hann setur upp höggin sín. Hins vegar fæ ég ekki lengur sama fiðring að horfa á hann berjast eins og áður fyrr þegar maður vissi aldrei hvað hann myndi taka upp á að gera næst. Hann hægir alltaf verulega á sér á seinni stigum bardagans en virðist aldrei vera í hættu á að tapa. Lamas hefur ekki barist síðan í janúar 2013 og verður gaman að sjá hversu mikið hann hefur bætt sig á þessum tíma. Hann er virkilega góður bardagamaður en nær sennilega ekki að ógna Aldo af neinu viti. Jose Aldo sigrar eftir dómaraákvörðun.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Lamas er klárlega underdog í þessum bardaga en það er ekkert nýtt fyrir hann, þrátt fyrir að hann sé einn besti sem hefur farið á móti Aldo þá held ég að bardaga stílinn hans sé ekki góður á móti Aldo. Aldo á eftir að ná fáranlega flottu KO í fyrstu lotu.

Óskar Örn Árnason: Lamas er hrikalega góður og gjörsamlega óhræddur, sem er mikilvægt. Hann mun ógna meistaranum en Aldo mun naga hann niður og klára í þriðju lotu.

Oddur Freyr: Aldo sigrar Lamas með rothöggi í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Eina spurningarmerkið sem ég set við þennan bardaga er hvort Aldo eigi í miklum erfileikum með að kötta. Ef ekki þá verður þetta jafn auðvelt og að finna hipster niður í hundrað og einum.

Guttormur Árni Ársælsson: Aldo byrjar fyrstu lotuna rólega með leg kicks. Klárar síðan Lamas sannfærandi með TKO í 2.

Þeir sem spá Aldo sigri: Pétur, Sigurjón, Óskar, Oddur, Brynjar, Guttormur.
Þeir sem spá Lamas sigri: …

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES
- Advertisment -spot_img

Most Popular