Saturday, May 18, 2024
HomeErlentÚrslit UFC 195

Úrslit UFC 195

ufc 195 lawler conditUFC 195 var að klárast fyrir skömmu. Bardagakvöldið var afar góð skemmtun en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Robbie Lawler tókst að verja beltið sitt gegn Carlos Condit í frábærum bardaga. Lawler sigraði eftir klofna dómaraákvörðun og ekki eru allir sammála um hver átti að vinna. Fimmta og síðasta lotan var stórkostleg skemmtun þar sem Lawler gerði allt til að reyna að knýja fram sigur.

Stipe Miocic minnti rækilega á sig með því að rota Andrei Arlovski eftir aðeins 54 sekúndur. Hann gargaði svo að Dana White að hann vildi fá titilbardaga.

Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Robbie Lawler sigraði Carlos Condit eftir klofna dómaraákvörðun.
Þungavigt: Stipe Miocic sigraði Andrei Arlovski með tæknilegu rothöggi eftir 0:54 í 1. lotu.
Veltivigt: Albert Tumenov sigraði Lorenz Larkin eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Brian Ortega sigraði Diego Brandão með „triangle“ hengingu eftir 1:37 í 3. lotu.
Léttvigt: Abel Trujillo sigraði Tony Sims með „guillotine“ hengingu eftir 3:18 í 1. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar kvöldsins:

Bantamvigt: Michael McDonald sigraði Masanori Kanehara með „rear naked choke“ eftir 2:09 í 2. lotu.
Veltivigt: Alex Morono sigraði Kyle Noke eftir klofna dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Justine Kish sigraði Nina Ansaroff eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Drew Dober sigraði Scott Holtzman eftir einróma dómaraákvörðun.

Fight Pass upphitunarbardagar kvöldsins:

Léttvigt: Dustin Poirier sigraði Joseph Duffy eftir einróma dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Michinori Tanaka sigraði Joe Soto eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Sheldon Westcott sigraði Edgar García  TKO með tæknilegu rothöggi eftir 3:12 í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular