UFC 196 var að klárast rétt í þessu. Óhætt er að segja að bardagakvöldið hafi verið ótrúlegt og mikið um óvænt úrslit.
UFC 196 var svo sannarlega lygilegt kvöld. Nate Diaz tókst að klára Conor McGregor með „rear naked choke“ í 2. lotu. McGregor byrjaði vel og blóðgaði Diaz snemma. Í 2. lotu byrjaði Diaz að hitna á meðan McGregor fjaraði út. Diaz tókst að vanka McGregor sem skaut í fellu þegar hann var kominn í vandræði. Eftir tilraun til „guillotine“ hengingar tókst Diaz að komast í „mount“ þar sem hann lét höggin dynja á honum þar til McGregor gaf á sér bakið og læsti Diaz hengingunni skömmu síðar og kláraði McGregor. Ótrúleg úrslit og ótrúleg frammistaða hjá Nate Diaz.
Miesha Tate og Holly Holm börðust um bantamvigtartitilinn. Eftir jafnan bardaga náði Tate fellunni og læsti „rear naked choke“ hengingunni. Holm streittist á móti en Tate ríghélt hengingunni þar til Holm missti meðvitund. Tate tókst þar með að ná langþráða markmiði sínu og varð bantamvigtarmeistari UFC.
Aðalhluti bardagakvöldsins
Veltivigt: Nate Diaz sigrar Conor McGregor með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:12 í 2. lotu.
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Miesha Tate sigraði Holly Holm með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:30 í 5. lotu.
Léttþungavigt: Ilir Latifi sigraði Gian Villante eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Corey Anderson sigraði Tom Lawlor eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Valentina Shevchenko eftir dómaraákvörðun.
Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)
Veltivigt: Siyar Bahadurzada sigraði Brandon Thatch með uppgjafartakji (arm-triangle choke) eftir 4:11 í 3. lotu.
Veltivigt: Nordine Taleb sigraði Erick Silva með rothöggi eftir 1:34 í 2. lotu.
Millivigt: Vitor Miranda sigraði Marcelo Guimarães með tæknilegu rothöggi eftir 1:09 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Darren Elkins sigraði Chas Skelly eftir dómaraákvörðun.
Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)
Léttvigt: Diego Sanchez sigraði Jim Miller eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Jason Saggo sigraði Justin Salas með tæknilegu rothöggi eftir 4:31 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Teruto Ishihara sigraði Julian Erosa með rothöggi eftir 34 sekúndur í 2. lotu.
Conor var búinn á því í annarri lotu og hvar voru þessar hreyfingar sem að hann er alltaf að tala um og æfa. Hann var að tala um að hann hefði svo mikla orku í vikunni fyrir bardagann vegna þess að hann þurfti ekki skera niður þyngd en síðan er hann búinn á því í bardaga sem að hann var að vinna en auðvitað tekur það vindinn úr mönnum að taka við höggum en samt sem áður var þetta frekar lélegt.
Conor setti hendurnar aldrei upp i vörn. Ekki einu sinni vankaður. Margt sem hann ma læra af þessu.