spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Assuncao vs. Moraes

Úrslit UFC Fight Night: Assuncao vs. Moraes

UFC var með frábært bardagakvöld í Brasilíu í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Raphael Assuncao og Marlon Moraes en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagakvöldið í Fortaleza í nótt var afar skemmtilegt og fengu áhorfendur að sjá mikið af skemmtilegum tilþrifum. Heimamönnum vegnaði afar vel og þá buðu Brasilíumenn upp á mjög skemmtilega bardaga. Marlon Moraes sigraði Raphael Assuncao með „guillotine“ hengingu í 1. lotu. Moraes kýldi Assuncao tvisvar niður og kláraði hann svo í gólfinu með hengingu.

Goðsögnin Jose Aldo náði frábærum sigri þegar hann kláraði Renato Moicano með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Þetta var annar sigur Aldo í röð og á hann nú bara tvo bardaga eftir á ferlinum miðað við nýjustu ummæli hans. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt: Marlon Moraes sigraði Raphael Assunção með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 3:17 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: José Aldo sigraði Renato Moicano með tæknilegu rothöggi eftir 44 sekúndur í 2. lotu.
Veltivigt: Demian Maia sigraði Lyman Good með uppgjafartaki (standing rear-naked choke) eftir 2:38 í 1. lotu.
Léttvigt: Charles Oliveira sigraði David Teymur með uppgjafartaki (anaconda choke) eftir 55 sekúndur í 2. lotu.
Léttþungavigt: Johnny Walker sigraði Justin Ledet með rothöggi (spinning backfist and punches) eftir 15 sekúndur í 1. lotu.
Hentivigt (123 pund): Lívia Renata Souza sigraði Sarah Frota eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).

Upphitunarbardagar:

Millivigt: Markus Perez sigraði Anthony Hernandez með uppgjafartaki (anaconda choke) eftir 1:07 í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Mara Romero Borella sigraði Taila Santos eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Thiago Alves sigraði Max Griffin eftir klofna dómaraákvörðun.
Þungavigt: Jairzinho Rozenstruick sigraði Júnior Albini með tæknilegu rothöggi eftir 54 sekúndur í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Geraldo de Freitas sigraði Felipe Colares eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Said Nurmagomedov sigraði Ricardo Ramos með tæknilegu rothöggi eftir 2:28 í 1. lotu.
Hentivigt (127 pund): Rogério Bontorin sigraði Magomed Bibulatov eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular