Saturday, May 18, 2024
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Barboza vs. Gaethje

Úrslit UFC Fight Night: Barboza vs. Gaethje

UFC var með bardagakvöld í Philadelphiu í kvöld. Þeir Edson Barboza og Justin Gaethje mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Framan af voru margir bardagar að fara í dómaraákvörðun en mögnuð tilþrif sáust í síðustu þremur bardögum kvöldsins. Justin Gaethje heldur áfram að skemmta áhorfendum en hann rotaði Edson Barboza í 1. lotu eftir stuttan og skemmtilegan bardaga. Josh Emmett náði sömuleiðis svakalegu rothöggi en hann var að tapa áður en hann náði að rota Michael Johnson í 3. lotu. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Léttvigt: Justin Gaethje sigraði Edson Barboza með rothöggi eftir 2:30 í 1. lotu.
Millivigt: Jack Hermansson sigraði David Branch með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 49 sekúndur í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Josh Emmett sigraði Michael Johnson með rothöggi eftir 4:14 í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Michelle Waterson sigraði Karolina Kowalkiewicz eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Léttþungavigt: Paul Craig sigraði Kennedy Nzechukwu með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 4:20 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Sodiq Yusuff sigraði Sheymon Moraes eftir dómaraákvörðun.

ESPN upphitunarbardagar

Strávigt kvenna: Marina Rodriguez sigraði Jessica Aguilar eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Desmond Green sigraði Ross Pearson með tæknilegu rothöggi eftir 2:52 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Kevin Aguilar sigraði Enrique Barzola eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Kevin Holland sigraði Gerald Meerschaert eftir klofna dómaraákvörðun.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Hentvigt (137 pund): Casey Kenney sigraði Ray Borg eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Maryna Moroz sigraði Sabina Mazo eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Alex Perez sigraði Mark De La Rosa eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular