UFC var með bardagakvöld í nótt í Norfolk í Virginíu fylki. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Joseph Benavidez og Deiveson Figueiredo en hér má sjá úrslit kvöldsins.
Fluguvigtarbeltið var í húfi í aðalbardaganum en bara fyrir Joseph Benavidez. Figueiredo náði ekki vigt og gat því ekki orðið meistari í kvöld.
Bardaginn byrjaði fjörlega og var 1. lota stórskemmtileg. Figueiredo átti ansi góða armlás tilraun en Benavidez varðist vel. Í 2. lotu rotaði Figueiredo Benavidez með góðri hægri. Skömmu áður höfðu höfuð þeirra skollið saman og byrjaði strax að blæða vel úr Benavidez en það gæti hafa vankað Benavidez.
Þar sem Figueiredo náði ekki vigt er hann samt ekki fluguvigtarmeistari. Beltið er því enn laust og spurning hvað UFC gerir með fluguvigtina.
Magomed Ankalaev sigraði Ion Cutelaba eftir aðeins 38 sekúndur. Cutelaba virtist vankaður en stóð enn í lappirnar og stöðvaði dómarinn bardagann. Cutelaba og áhorfendur mótmæltu strax harðlega og var bardaginn einfaldlega stöðvaður alltof snemma. Bardagakvöldið var skemmtilegt en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Hentivigt (127,5 pund): Deiveson Figueiredo sigraði Joseph Benavidez með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:54 í 2. lotu.
Fjaðurvigt kvenna: Felicia Spencer sigraði Zarah Fairn með tæknilegu rothöggi (elbows and punches) eftir 3:37 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Magomed Ankalaev sigraði Ion Cuțelaba með rothöggi (head kicks and punches) eftir 38 sekúndur í 1. lotu.
Fjaðurvigt kvenna: Megan Anderson sigraði Norma Dumont með rothöggi eftir 3:31 í 1. lotu.
Hentivigt (149,5 pund): Grant Dawson sigraði Darrick Minner með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:38 í 2. lotu.
Upphitunarbardagar:
Bantamvigt: Kyler Phillips sigraði Gabriel Silva eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Brendan Allen sigraði Tom Breese með tæknilegu rothöggi (elbows and punches) eftir 4:47 í 1. lotu.
Þungavigt: Marcin Tybura sigraði Sergey Spivak eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Luis Peña sigraði Steve Garcia eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Jordan Griffin sigraði T.J. Brown með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 3:38 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Spike Carlyle sigraði Aalon Cruz með tæknilegu rothöggi (elbows and punches) eftir 1:25 í 1. lotu.
Veltivigt: Sean Brady sigraði Ismail Naurdiev eftir dómaraákvörðun.