UFC var með bardagakvöld í Raleigh í Bandaríkjunum í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Curtis Blaydes og Junior dos Santos en hér má sjá úrslit kvöldsins.
Curtis Blaydes nældi sér í sinn stærsta sigur á ferlinum í kvöld. Blaydes vankaði dos Santos standandi og fylgdi því eftir með fleiri höggum. Junior dos Santos féll ekki niður en Blaydes lét höggin dynja á honum og stöðvaði dómarinn bardagann í 2. lotu. Flottur sigur hjá Curtis Blaydes en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Junior dos Santos með tæknilegu rothöggi eftir 1:06 í 2. lotu.
Veltivigt: Michael Chiesa sigraði Rafael Dos Anjos eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Fluguvigt: Alex Perez sigraði Jordan Espinosa með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 2:33 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Angela Hill sigraði Hannah Cifers með tæknilegu rothöggi (elbows and punches) eftir 4:26 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Jamahal Hill sigraði Darko Stošić eftir dómaraákvörðun (29-27, 29-27, 29-27).
ESPN+ upphitunarbardagar:
Millivigt: Bevon Lewis sigraði Dequan Townsend eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Arnold Allen sigraði Nik Lentz eftir dómaraákvörðun
Fluguvigt kvenna: Justine Kish sigraði Lucie Pudilová eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Montel Jackson sigraði Felipe Colares eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Sara McMann sigraði Lina Länsberg eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Brett Johns sigraði Tony Gravely með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:53 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Herbert Burns sigraði Nate Landwehr með rothöggi eftir 2:43 í 1. lotu.