spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Gaethje vs. Vick

Úrslit UFC Fight Night: Gaethje vs. Vick

UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Nebraska í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Justin Gaethje og James Vick en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Justin Gaethje veldur aldrei vonbrigðum. Hann skemmti áhorfendum konunglega eins og honum einum er lagið og kláraði James Vick með rothöggi í 1. lotu.

9 af 14 bardögum kvöldsins kláruðust og sáust skemmtileg tilþrif. Íslandsvinkonan Joanna Calderwood nældi sér í sinn fyrsta sigur á ferlinum eftir uppgjafartak þegar hún kláraði Kalindra Faria með „triangle armbar“ í lok 1. lotu. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttvigt: Justin Gaethje sigraði James Vick með rothöggi eftir 1:27 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Michael Johnson sigraði Andre Fili eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 27-30, 29-28).
Strávigt kvenna: Cortney Casey sigraði Angela Hill eftir klofna dómaraákvörðun (30-27, 28-29, 29-28).
Veltivigt: Bryan Barberena sigraði Jake Ellenberger með tæknilegu rothöggi eftir 2:26 í 1. lotu.
Fluguvigt: Deiveson Figueiredo sigraði John Moraga með tæknilegu rothöggi eftir 3:08 í 2. lotu.
Millivigt: Eryk Anders sigraði Tim Williams með rothöggi eftir 4:42 í 3. lotu.

Fox Sports 2 upphitunarbardagar:

Veltivigt: James Krause sigraði Warlley Alves með tæknilegu rothöggi eftir 2:28 í 2. lotu.
Bantamvigt: Cory Sandhagen sigraði Iuri Alcântara með tæknilegu rothöggi eftir 1:01 í 2. lotu.
Millivigt: Andrew Sanchez sigraði Markus Perez eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Mickey Gall sigraði George Sullivan með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:09 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Joanne Calderwood sigraði Kalindra Faria með uppgjafartaki (triangle armbar) eftir 4:57 í 1. lotu.
Léttvigt: Drew Dober sigraði Jon Tuck eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Rani Yahya sigraði Luke Sanders með uppgjafartaki (heel hook) eftir 1:31 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular