UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Uriah Hall.
Bardaginn var auglýstur sem kveðjubardagi Anderson Silva en hann greindi frá því á dögunum að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætli að hætta eða ekki. Þetta var næstsíðasti bardagi hans á núgildandi samningi hans við UFC.
Anderson byrjaði ágætlega og náði að lenda ágætis höggum á meðan Uriah Hall gerði lítið. Hall virtist eiga í erfiðleikum með að tímasetja Anderson og bar kannski aðeins of mikla virðingu fyrir gömlu goðsögninni.
Í lok 3. lotu dró til tíðinda þegar Hall kýldi Anderson niður. Hall fylgdi því eftir með höggum í gólfinu en lotan kláraðist og var Anderson því bjargað af bjöllunni. Í 4. lotu náði Hall aftur að kýla Anderson Silva niður en í þetta sinn var Anderson ekki bjargað. Hall sigraði því með tæknilegu rothöggi í 4. lotu.
Í viðtalinu eftir bardagann var engin ákvörðun tekin hjá Silva. Aðspurður hvort þetta væri hans síðasti MMA bardagi kvaðst hann ekki vera viss en hugsanlega var þetta síðasti bardagi Anderson í UFC.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Millivigt: Uriah Hall sigraði Anderson Silva með tæknilegu rothöggi eftir 1:24 í 4. lotu.
Fjaðurvigt: Bryce Mitchell sigraði Andre Fili eftir dómaraákvörðun (29-28, 30-27, 30-27).
Þungavigt: Greg Hardy sigraði Maurice Greene með tæknilegu rothöggi eftir 1:12 í 2. lotu.
Millivigt: Kevin Holland sigraði Charlie Ontiveros með uppgjafartaki (neck injury) eftir 2:39 í 1. lotu.
Léttvigt: Thiago Moisés sigraði Bobby Green eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
ESPN+ upphitunarbardagar:
Léttvigt: Alexander Hernandez sigraði Chris Gruetzemacher með rothöggi (punches) eftir 1:46 í 1. lotu.
Bantamvigt: Adrian Yanez sigraði Victor Rodriguez með rothöggi (head kick) eftir 2:46 í 1. lotu.
Hentivigt (187,5 pund): Sean Strickland sigraði Jack Marshman eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (175,5 pund): Jason Witt sigraði Cole Williams með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 2:09 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Dustin Jacoby sigraði Justin Ledet með tæknilegu rothöggi (leg kicks and punches) eftir 2:38 í 1. lotu.
Bantamvigt: Miles Johns sigraði Kevin Natividad með rothöggi (punch) eftir 2:51 í 3. lotu.