spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Hendricks vs. Thompson

Úrslit UFC Fight Night: Hendricks vs. Thompson

UFNUFC Fight Night: Hendricks vs. Thompson var að ljúka rétt í þessu. Bardagakvöldið var fínasta skemmtun en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Stephen Thompson var svo sannarlega maður kvöldsins en honum tókst að rota Johny Hendricks í 1. lotu og átti einfaldlega frábæra frammistöðu í kvöld. Þetta var fyrsta tap Johny Hendricks eftir rothögg og mun þessi frammistaða koma Thompson svo sannarlega framarlega í goggunarröðina í veltivigtinni.

Hér eru öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Veltivigt: Stephen Thompson sigraði Johny Hendricks með tæknilegu rothöggi eftir 3:31 í 1. lotu.
Þungavigt: Roy Nelson sigraði Jared Rosholt eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Ovince St. Preux sigraði Rafael Cavalcante eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Joseph Benavidez sigraði Zach Makovsky eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Misha Cirkunov sigraði  Alex Nicholson með uppgjafartaki (neck crank) eftir 1:28 í 2. lotu.
Veltivigt: Mike Pyle sigraði Sean Spencer með tæknilegu rothöggi eftir 4:25 í 3. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar kvöldsins

Léttvigt: Josh Burkman sigraði K.J. Noons eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Damian Grabowski með tæknilegu rothöggi eftir 2:17 í 1. lotu.
Fluguvigt: Justin Scoggins sigraði Ray Borg eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Diego Rivas sigraði Noad Lahat með rothöggi eftir 0:23 í 2. lotu.

Fight Pass upphitunarbardagar kvöldsins

Veltivigt: Mickey Gall sigraði Mike Jackson með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 45 sekúndur í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Alex White sigraði Artem Lobov eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular