UFC var með bardagakvöld í Kanada í nótt. Þeir Al Iaquinta og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.
Donald Cerrone sigraði Al Iaquinta eftir dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga. Þetta var 23. sigur Cerrone í UFC og bætti þar með eigið met yfir flesta sigra í UFC. Hann er síðan í 2. sæti yfir flesta bardaga í sögu UFC á eftir Jim Miller en þetta var 32. bardagi Cerrone í UFC.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Léttvigt: Donald Cerrone sigraði Al Iaquinta eftir dómaraákvörðun (49-45, 49-45, 49-46).
Millivigt: Derek Brunson sigraði Elias Theodorou eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 30-27).
Fjaðurvigt: Shane Burgos sigraði Cub Swanson eftir klofna dómaraákvörðun (30-27, 27-30, 29-28).
Bantamvigt: Merab Dvalishvili sigraði Brad Katona eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Þungavigt: Walt Harris sigraði Serghei Spivac með tæknilegu rothöggi eftir 50 sekúndur í 1. lotu.
Millivigt: Andrew Sanchez sigraði Marc-André Barriault eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Upphitunarbardagar:
Bantamvigt kvenna: Macy Chiasson sigraði Sarah Moras með tæknilegu rothöggi eftir 2:22 í 2. lotu.
Bantamvigt: Vince Morales sigraði Aiemann Zahabi eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Nordine Taleb sigraði Kyle Prepolec eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Matt Sayles sigraði Kyle Nelson með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:16 í 3. lotu.
Þungavigt: Arjan Bhullar sigraði Juan Adams eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Cole Smith sigraði Mitch Gagnon eftir dómaraákvörðun.