0

Hróbjartur og Þorgils með sigra í Svíþjóð

Tveir keppendur frá VBC kepptu á Muay Thai móti í Svíþjóð í gær en báðir náðu þeir sigri.

Þorgils Eiður Einarsson var fyrstur inn en hann keppti í -71 kg flokki í C-class. Þorgils mætti Pontus Harryson frá Halmstad Fighters og sigraði með rothöggi í 2. lotu. Þorgils kláraði þetta með flottu framsparki í andlitið en bardaga hans má sjá hér að neðan.

Hróbjartur Trausti Árnason mætti síðan Nils Borglund frá Växö Titans í -81 kg flokki en bardaginn fór einnig fram undir C-class regluverki. Hróbjartur sigraði eftir dómaraákvörðun, 2-1, en þetta var hans fyrsti Muay Thai bardagi.

Vel gert hjá þeim Þorgils og Hróbjarti!

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.