0

Daniel Cormier mætir Stipe Miocic aftur í ágúst

UFC staðfesti í gær að næsta titilvörn Daniel Cormier verði gegn Stipe Miocic. Nú þegar Brock Lesnar er úr sögunni var UFC ekki lengi að staðfesta bardagann.

Daniel Cormier tók titillinn af Stipe Miocic í júlí 2018. Cormier varði svo titilinn í nóvember gegn Derrick Lewis en hefur verið að glíma við meiðsli síðan þá.

UFC ætlaði að setja Brock Lesnar í búrið gegn Cormier og hefur hann verið lyfjaprófaður af USADA undanfarna mánuði. UFC tilkynnti hins vegar í síðustu viku að Lesnar væri hættur við að snúa aftur í búrið og væri nú endanlega hættur í MMA. Talið er að Lesnar hafi farið fram á of háa upphæð fyrirfram og UFC var ekki til í að koma til móts við fjölbragðaglímukappann.

Nú þegar Brock Lesnar hefur verið ýtt til hliðar var UFC ekki lengi að bóka endurat Stipe Miocic og Cormier. Bardaginn var staðfestur í gær og fer fram á UFC 241 þann 17. ágúst.

Stipe Miocic hefur ekki barist síðan hann tapaði titlinum en Miocic er með flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.