Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentDonald Cerrone er ekki búinn að gefast upp á bardaga gegn Conor

Donald Cerrone er ekki búinn að gefast upp á bardaga gegn Conor

Donald Cerrone vann sinn þriðja bardaga í röð í léttvigtinni þegar hann sigraði Al Iaquinta eftir dómaraákvörðun um helgina. Cerrone vill ennþá mæta Conor McGregor eða fá titilbardaga.

Donald Cerrone er núna 3-0 síðan hann fór aftur niður í léttvigt. Cerrone vill ólmur fá bardaga gegn Conor og segir Íranum að ná tökum á lífi sínu og berjast.

Conor McGregor tilkynnti fyrr á árinu að hann væri hættur í MMA en talað hefur verið um bardaga á milli þeirra síðan í janúar. Conor hefur áður sagst vera hættur en snúið svo aftur í búrið.

Cerrone hefur litið vel út í léttvigtinni og verður sennilega kominn á topp 5 á styrkleikalistanum eftir sigurinn á Iaquinta. Þeir Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier munu mætast í haust um léttvigtartitilinn en Cerrone segist vilja stökkva inn ef annar hvor þeirra meiðist.

„Ég set nafnið mitt í hattinn ef annar hvor þeirra [Khabib eða Poirier] dettur út. Mér er sama hvar ég er á styrkleikalistanum, ég ætti að vinna þessa gæja, mér finnst ég vera bestur í heimi,“ sagði Cerrone eftir bardagann.

„Aftur á móti, ef Conor vill berjast væri það frábært. Sérstaklega í júlí, ég er tilbúinn. Hver veit hvað gerist, kannski sit ég heima eftir tvo mánuði og leiðist og er til í að berjast við hvern sem er.“

Frammistaða Cerrone var góð á laugardaginn en hann viðurkenndi að hann hefði verið ansi lengi í gang.

„Ég sagði horninu mínu að mér liði ömurlega í byrjun bardagans. Ég var bara ekki með þetta. Mig langaði ekki að hita upp fyrir bardagann, mig langaði ekki að kýla í púðana, mig langaði ekki að glíma. Ég vildi ekki berjast fyrr en í 2. lotu. Fólk segir yfirleitt að ég sé lengi í gang og það sé aldrei hægt að vita hvaða ‘Cowboy’ þú færð. En við æfum vel svo við getum unnið andstæðingana á okkar versta degi. Í dag var minn versti dagur.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular