spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Lewis vs. Browne

Úrslit UFC Fight Night: Lewis vs. Browne

UFC hélt bardagakvöld í Halifax í nótt þar sem þeir Derrick Lewis og Travis Browne mættust í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Derrick Lewis rotaði Travis Browne í aðalbardaga kvöldsins í 2. lotu. Lewis er núna búinn að vinna sex bardaga í röð í UFC og fór á kostum í viðtali strax eftir bardagann. Þetta var aftur á móti þriðja tap Travis Browne í röð.

Johny Hendricks átti árangursríka frumraun í millivigt þegar hann sigraði Hector Lombard eftir dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Travis Browne með rothöggi eftir 3:12 í 2. lotu.

Millivigt: Johny Hendricks sigraði Hector Lombard eftir dómaraákvörðun.

Fjaðurvigt: Gavin Tucker sigraði Sam Sicilia eftir dómaraákvörðun.

Millivigt: Elias Theodorou sigraði Cezar Ferreira eftir dómaraákvörðun.

Hentivigt: Sara McMann sigraði Gina Mazany með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 1:14 í 1. lotu.

Léttvigt: Paul Felder sigraði Alessandro Ricci með rothöggi eftir 4:44 í 1. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar

Veltivigt: Santiago Ponzinibbio sigraði Nordine Taleb eftir dómaraákvörðun.

Strávigt kvenna: Randa Markos  sigraði Carla Esparza eftir klofna dómaraákvörðun.

Bantamvigt: Aiemann Zahabi  sigraði Reginaldo Vieira eftir dómaraákvörðun.

Millivigt: Thiago Santos sigraði Jack Marshman með tæknilegu rothöggi eftir 2:21 í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar

Millivigt: Gerald Meerschaert sigraði Ryan Janes með uppgjafartaki (armbar) eftir 1:34 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular