spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Moraes vs. Sandhagen

Úrslit UFC Fight Night: Moraes vs. Sandhagen

UFC var með þrælskemmtilegt bardagakvöld í nótt frá bardagaeyjunni. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Marlon Moraes og Cory Sandhagen.

Aðalbardaginn var mikilvægur fyrir bantamvigtina. Sandhagen byrjaði vel og var mjög hreyfanlegur. Moraes var þó aldrei langt undan með þungum höggum sínum.

Snemma í 2. lotu henti Sandhagen í snúningshælspark sem hitti í höfuð Moraes. Moraes féll niður og fylgdi Sandhagen því eftir með höggum í gólfinu þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Glæsilegur sigur hjá Sandhagen og vill hann fá bardaga gegn öðrum topp 5 andstæðingi næst.

Edson Barboza náði flottum sigri gegn Makwan Amirkhani í kvöld. Barboza kýldi Amirkhani tvisvar niður í 2. lotu en sá finnski þraukaði. Barboza var bara betri í kvöld og sigraði eftir dómaraákvörðun. Hans fyrsti sigur í fjaðurvigt og sá fyrsti síðan í desember 2018.

Joaquin Buckley náði síðan rothöggi ársins í einum af upphitunarbardögum kvöldsins. Svakalegt snúningsspark sem erfitt verður að toppa. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt: Cory Sandhagen sigraði Marlon Moraes með tæknilegu rothöggi eftir 1:03 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Edson Barboza sigraði Makwan Amirkhani eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-27, 29-28).
Þungavigt: Marcin Tybura sigraði Ben Rothwell eftir dómaraákvörðun (29-27, 29-27, 29-27).
Millivigt: Dricus du Plessis sigraði Markus Perez með rothöggi eftir 3:22 í 1. lotu.
Þungavigt: Tom Aspinall sigraði Alan Baudot með tæknilegu rothöggi (elbows and punches) eftir 1:35 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: llia Topuria sigraði Youssef Zalal eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Millivigt: Tom Breese sigraði KB Bhullar með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:42 í 1. lotu.
Þungavigt: Chris Daukaus sigraði Rodrigo Nascimento með rothöggi (punches) eftir 45 sekúndur í 1. lotu.
Millivigt: Joaquin Buckley sigraði Impa Kasanganay með rothöggi (spinning back kick) eftir 2:03 í 2. lotu.
Bantamvigt: Tony Kelley sigraði Ali AlQaisi eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Giga Chikadze sigraði Omar Morales eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Tracy Cortez sigraði Stephanie Egger eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Tagir Ulanbekov sigraði Bruno Gustavo da Silva eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular