0

Myndband: Rothögg ársins

Eitt magnaðasta rothögg í sögu UFC leit dagsins ljós á UFC bardagakvöldinu í nótt.

Joaquin Buckley mætti Impa Kasanganay í 84 kg millivigt. Í 2. lotu henti Buckley í þetta rosalega snúningsspark eftir að Kasanganay greip fyrra spark Buckley. Sjón er sögu ríkari.

Þetta var fyrsti sigur Buckley í UFC og er hann nú 1-1 í UFC en 11-3 á ferlinum eftir sigur kvöldsins. Buckley fékk að sjálfsögðu 50.000 dollara frammistöðubónus fyrir rothöggið.

„Stjórinn sagði mér að hann vildi gefa mér alla bónusana, ég er ekki mótfallinn því. Þetta er óraunverulegt ef ég á að segja eins og er. Þetta var magnað og fjarstæðukennt að sjá Dana White vera að tala við mig,“ sagði Buckley eftir bardagann.

„Hann [Kasanganay] var opinn. Ég vissi að hann hefði gripið fótinn en ég var samt í jafnvægi og gat snúið og sparkað. Ég miðaði og skaut og fékk úrslitin sem ég þurfti. Ég vissi að ég hefði hitt en vissi ekki hvort ég hefði rotað hann þar til ég snéri mér við og sá að þetta væri búið. Ég æfi þetta oft, eini munurinn er sá að hann greip í fótinn en ég æfi þetta oft.“

Óhætt er að fullyrða að þetta verði rothögg ársins þegar árið verður gert upp.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.