0

Cory Sandhagen: Núna sjá þeir að ég get rotað þá líka

Cory Sandhagen náði glæsilegum sigri gegn Marlon Moraes í nótt. Sandhagen rotaði Moraes í 2. lotu í nótt með glæsilegu hásparki.

Cory Sandhagen sannaði í nótt að hann er einn þeim bestu í bantamvigtinni. Sandhagen henti í snúnings hælspark í 2. lotu sem hitti Moraes og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Þetta var besta frammistaða ferilsins og var Sandhagen sáttur með sigurinn.

„Ég vildi halda öruggri fjarlægði því Marlon er mjög hættulegur bardagamaður en ég ætlaði bara að vera betri en hann í kvöld. Ég var ekki viss hvernig hann myndi mæta til leiks, hvort hann yrði ákáfur eða varkár en hann var alls ekki of æstur. Ég held ég hafi meitt hann með skrokkhöggum og náði góðu hásparki og sá ég bólgu myndast mjög hratt hjá auganu. Það þýðir yfirleitt brotin augntóft þannig að ég vildi sækja á þá hlið,“ sagði Sandhagen um bardagann.

Sandhagen tapaði fyrir Aljamain Sterling í sumar og er Sterling líklegast næstur í röðinni gegn meistaranum Petr Yan. Á meðan vill Sandhagen annað hvort fá Frankie Edgar eða T.J. Dillashaw. Sá síðarnefndi var dæmdur í tveggja ára bann eftir fall á lyfjaprófi í ársbyrjun 2019 og getur Dillashaw því barist snemma á næsta ári.

„Ég vil fá stóra bardaga. Sterling á að fá titilbardaga gegn Petr Yan, hann stóð sig fullkomlega gegn mér og svo vil ég sigurvegarann. TJ kemur aftur í janúar og Frankie Edgar er ennþá tiltækur. Annar hvor þeirra og svo titilbardagi væri fullkomið. Núna sjá þeir að ég get rotað þá líka, ég er búinn að vera að vinna í því. Ég vil ekki bara vinna á stigum, ég vil rota andstæðinginn og það var það sem ég gerði.“

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.