spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Rozenstruik

Úrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Rozenstruik

UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Washington í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Alistair Overeem og Jairzinho Rozenstruik en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Aðeins fjórir af 12 bardögum kvöldsins fóru allar loturnar. Tveir af þeim enduðu með jafntefli en það eru líklegast mörg ár síðan tveir bardagar fóru í jafntefli á sama kvöldi.

Alistair Overeem var með yfirhöndina framan af í bardaganum gegn Jairzinho Rozenstruik. Overeem vann fyrstu þrjár loturnar en Rozenstruik kom aðeins til baka í 4. lotu. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af 5. lotu tókst Jairzinho að rota Overeem. Overeem var að vinna hjá dómurum og hefði unnið eftir dómaraákvörðun ef hann hefði þraukað í nokkrar sekúndur í viðbót. Jairzinho er núna 4-0 í UFC en allir sigrarnir komu á þessu ári. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Jairzinho Rozenstruik sigraði Alistair Overeem með rothöggi eftir 4:56 í 5. lotu.
Hentivigt (120,5 pund): Marina Rodriguez og Cynthia Calvillo gerðu jafntefli (29–28, 28–28, 28–28). 
Þungavigt: Ben Rothwell sigraði Stefan Struve með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:57 í 2. lotu.
Bantamvigt kvenna: Aspen Ladd sigraði Yana Kunitskaya með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 33 sekúndur í 3. lotu.
Bantamvigt: Cody Stamann og Song Yadong gerðu jafntefli (29–27, 28–28, 28–28).
Bantamvigt: Rob Font sigraði Ricky Simon eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 30–27).

ESPN upphitunarbardagar:

Veltivigt: Tim Means sigraði Thiago Alves með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:38 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Billy Quarantillo sigraði Jacob Kilburn með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 3:18 í 2. lotu.
Hentivigt (148,5 pund): Bryce Mitchell sigraði Matt Sayles Mmeð uppgjafartaki (twister) eftir 4:20 í 1. lotu.
Léttvigt: Joe Solecki sigraði Matt Wiman eftir dómaraákvörðun.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Virna Jandiroba sigraði Mallory Martin með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:16 í 2. lotu.
Millivigt: Makhmud MuradovsigraðiTrevor Smith með rothöggi eftir 4:09 í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular