spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Poirier vs. Hooker

Úrslit UFC Fight Night: Poirier vs. Hooker

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Dustin Poirier og Dan Hooker.

Bardagakvöldið í nótt var ansi skemmtilegt og nóg af fjöri. Aðalbardagi kvöldsins var frábær og fór allar fimm loturnar. Dan Hooker byrjaði vel og tók fyrstu tvær loturnar. Báðir skiptust þeir á höggum og var mikill hraði í bardaganum. Poirier var betri síðustu þrjár loturnar og endaði sem sigurvegari eftir dómaraákvörðun.

Mike Perry nældi sér í sigur með kærustuna í horninu. Gall byrjaði vel en Perry tók yfir bardagann þegar á leið. Perry náði Gall nokkrum sinnum niður og sýndi fína takta í gólfinu. Perry sigraði eftir dómaraákvörðun en þetta var mikilvægur sigur fyrir hann.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttvigt: Dustin Poirier sigraði Dan Hooker eftir dómaraákvörðun (48-47, 48-47, 48-46).
Veltivigt: Mike Perry sigraði Mickey Gall eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Þungavigt: Maurice Greene sigraði Gian Villante með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:44 í 3. lotu.
Millivigt: Brendan Allen sigraði Kyle Daukaus eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-27, 30-27).
Veltivigt: Takashi Sato sigraði Jason Witt með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 48 sekúndur í 1. lotu.
Hentivigt (150 pund): Julian Erosa sigraði Sean Woodson með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 2:44 í 3. lotu.

ESPN upphitunarbardagar:

Léttvigt: Khama Worthy sigraði Luis Peña með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:53 í 3. lotu.
Þungavigt: Tanner Boser sigraði Philipe Lins með rothöggi eftir 2:41 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Kay Hansen sigraði Jinh Yu Frey með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:26 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Youssef Zalal sigraði Jordan Griffin eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular