spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Santos vs. Teixeira

Úrslit UFC Fight Night: Santos vs. Teixeira

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Thiago Santos og Glover Teixeira.

Aðalbardagi kvöldsins var hrikalega skemmtilegur. Thiago Santos byrjaði á að vanka og kýla Teixeira niður snemma í 1. lotu. Bardaginn virtist því ætla að standa stutt yfir en Teixeira náði að þrauka og náði fellu. Í gólfinu var Teixeira talsvert betri og var Thiago aldrei nálægt því að standa upp. Teixeira hélt Thiago niðri alla lotuna og lenti góðum höggum í gólfinu. Frábær viðsnúningur hjá Teixeira eftir erfiða byrjun.

Í 2. lotu náði Teixeira fellu snemma í lotunni og var áfram með mikla yfirburði í gólfinu. Hann fór í hengingu í lok lotunnar og var hársbreidd frá því að klára en lotan kláraðist.

Í 3. lotu náði Thiago að verjast fellunni og svaraði með góðum vinstri króki sem felldi Teixeira. Thiago fylgdi því eftir með þungum höggum í gólfinu en aftur sýndi Teixeira mikla seiglu og tókst að lifa af. Teixeira komst upp á hnén og fyrir aftan Thiago þar sem hann náði bakinu. Þar lenti hann þungum höggum áður en hann læsti hengingunni og tappaði Thiago út. Frábær frammistaða og ótrúleg harka hjá hinum 41 árs gamla Glover Teixeira!

Andrei Arlovski sigraði Tanner Boser í mjög leiðinlegum bardaga en annars var bardagakvöldið skemmtilegt.

Skelfileg meiðsli á eyra áttu sér stað í öðrum bardaga kvöldsins en atvikið má sjá hér. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Glover Teixeira sigraði Thiago Santos  með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:49 í 3. lotu.
Þungavigt: Andrei Arlovski sigraði Tanner Boser eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Bantamvigt: Raoni Barcelos sigraði Khalid Taha eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Fjaðurvigt: Giga Chikadze sigraði Jamey Simmons með tæknilegu rothöggi (head kick and punches) eftir 3:51 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Yan Xiaonansigraði Cláudia Gadelha eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28)þ

ESPN+ upphitunarbardagar:

Millivigt: Trevin Giles sigraði Bevon Lewis með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:26 í 3. lotu.
Þungavigt: Alexandr Romanov sigraði Marcos Rogério de Lima með uppgjafartaki (forearm choke) eftir 4:48 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Darren Elkins sigraði Luiz Eduardo Garagorri með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:22 í 3. lotu.
Veltivigt: Max Griffin sigraði Ramiz Brahimaj með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 2:03 í 3. lotu.
Bantamvigt: Gustavo Lopez sigraði Anthony Birchak með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:43 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular