UFC var með lítið bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Anthony Smith og Devin Clark.
Upphaflega áttu þeir Derrick Lewis og Curtis Blaydes að mætast í aðalbardaga kvöldsins en á föstudaginn greindist Blaydes með kórónuveiruna. Þeir Anthony Smith og Devin Clark voru því færðir í aðalbardaga kvöldsins.
Devin Clark ætlaði svo sannarlega að nýta tækifærið, keyrði strax inn í Smith og lenti ágætis hægri. Smith náði hins vegar fellu og komst strax í góða stöðu í gólfinu. Clark endaði á að komast ofan á eftir smá stöðusviptingar í gólfinu. Smith var því kominn undir að spila „guard“ en þar gekk honum illa í síðustu bardögum gegn Glover Teixeira og Aleksander Rakic.
Smith byrjaði fljótlega að sækja í „triangle“ hengingu á bakinu og náði að læsa hengingunni. Clark virtist pikkfastur og neyddist til að tappa út eftir 2:34 í 1. lotu.
Mikilvægur sigur fyrir Smith sem hafði tapað tveimur bardögum í röð fyrir bardagann. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldisns.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Léttþungavigt: Anthony Smith sigraði Devin Clark með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 2:34 í 1. lotu.
Veltivigt: Miguel Baeza sigraði Takashi Sato með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 4:28 í 2. lotu.
Þungavigt: Parker Porter sigraði Josh Parisian eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-27, 29-28).
Fjaðurvigt: Bill Algeo sigraði Spike Carlyle eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Hentivigt (139,5 pund): Norma Dumont Viana sigraði Ashlee Evans-Smith eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 30-26).
Fjaðurvigt: Jonathan Pearce sigraði Kai Kamaka III með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:28 í 2. lotu.
ESPN+ upphitunarbardagar:
Bantamvigt: Anderson dos Santos sigraði Martin Day með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 4:35 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Gina Mazany sigraði Rachael Ostovich með tæknilegu rothöggi (front kick to the body and punches) eftir 4:10 í 3. lotu.
Fluguvigt: Su Mudaerji sigraði Malcolm Gordon með rothöggi (punches) eftir 44 sekúndur í 1. lotu.
Hentivigt (140 pund): Nathan Maness sigraði Luke Sanders með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:29 í 2. lotu.