0

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Smith vs. Clark?

UFC er með lítið bardagakvöld á dagskrá í kvöld. Aðalbardagi kvöldsins hefur breyst en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Upphaflega áttu þeir Curtis Blaydes og Derrick Lewis að mætast í aðalbardaga kvöldsins en í gær kom í ljós að Blaydes er með kórónuveiruna og getur hann því ekki barist. Aðalbardaga kvöldsins verður þess í stað bardagi Anthony Smith og Devin Clark í léttþungavigt.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 1:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á ViaPlay með íslenskri lýsingu.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Léttþungavigt: Anthony Smith gegn Devin Clark                                           
Veltivigt: Miguel Baeza gegn Takashi Sato
Þungavigt: Josh Parisian gegn Parker Porter
Fjaðurvigt: Spike Carlyle gegn Bill Algeo
Hentivigt (139,5 pund): Ashlee Evans-Smith gegn Norma Dumont Viana                
Fjaðurvigt: Jonathan Pearce gegn Kai Kamaka III      

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Bantamvigt: Martin Day gegn Anderson dos Santos                                    
Fluguvigt kvenna: Gina Mazany gegn Rachael Ostovich                                          
Fluguvigt: Su Mudaerji gegn Malcolm Gordon                                             
Hentivigt (140 pund): Luke Sanders gegn Nathan Maness

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.