0

Curtis Blaydes með kórónuveiruna og berst ekki á morgun

Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldi laugardagsins hefur verið felldur niður. Curtis Blaydes er með kórónuveiruna og getur ekki barist.

Curtis Blaydes átti að mæta Derrick Lewis í aðalbardaga kvöldsins á UFC Las Vegas 15 kvöldinu annað kvöld. Blaydes greindist með kórónaveiruna fyrr í dag og fær því ekki að berjast. UFC vonast til að bardaginn geti farið fram í desember.

Talið er að bardagi Anthony Smith og Devin Clark í léttþungavigt verði aðalbardagi kvöldsins í staðinn. Bardaginn verður engu að síður fimm lotur lotur.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.