Saturday, May 18, 2024
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: St. Preux vs. Okami

Úrslit UFC Fight Night: St. Preux vs. Okami

UFC var með bardagakvöld í nótt í Japan. Þar mættust þeir Ovince St. Preux og Yushin Okami í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Ovince St. Preux svæfði Yushin Okami með Von Flue hengingu snemma í 1. lotu. Þetta er í þriðja sinn í UFC sem St. Preux vinnur bardaga með þessari sjaldgæfu hengingu.

Jessica Andrade vann svo Claudiu Gadelha eftir dómaraákvörðun í frábærum og hörðum bardaga. Þá sigraði sparkboxarinn Gökhan Saki sinn fyrsta bardaga í UFC þegar hann rotaði Henrique da Silva í 1. lotu í stórskemmtilegum bardaga. Við mælum með að lesendur horfi á þá bardaga og þá sérstaklega Saki bardagann. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Ovince Saint Preux sigraði Yushin Okami með uppgjafartaki (Von Flue choke) eftir 1:50 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade sigraði Cláudia Gadelha eftir dómaraákvörðun (30-25, 30-26, 30-27).
Léttvigt: Dong Hyun Kim sigraði Takanori Gomi með tæknilegu rothöggi eftir 1:30 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Gökhan Saki sigraði Henrique da Silva með rothöggi eftir 4:45 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Teruto Ishihara sigraði Rolando Dy eftir dómaraákvörðun (28-27, 28-27, 29-27).
Fluguvigt: Jussier Formiga sigraði Ulka Sasaki með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:30 í 1. lotu.

FXX upphitunarbardagar:

Veltivigt: Keita Nakamura sigraði Alex Morono eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Strávigt kvenna: Syuri Kondo sigraði Chan-Mi Jeon eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Shinsho Anzai sigraði Luke Jumeau eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 30-27).
Veltivigt: Daichi Abe sigraði Hyun Gyu Lim eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular