Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaÍslandsmeistaramót ungmenna fer fram á morgun

Íslandsmeistaramót ungmenna fer fram á morgun

Íslandmeistaramót ungmenna í brasilísku jiu-jitsu fer fram á morgun, laugardag, í Reykjanesbæ. Mótið er ætlað keppendum á aldrinum 4 til 17 ára og er skipt eftir aldri og þyngd.

Mótið hefst kl 10 í fyrramálið á Iðuvöllum 12 í Reykjanesbæ. Húsið opnar kl 9 og fer vigtun og reglufundur fram áður en mótið sjálft hefst.

BJÍ (BJJ samband Íslands) stendur að mótinu líkt og vanalega en 69 þátttakendur eru skráðir á mótið í ár. Keppendur verða vigtaðir inn á mótsdag en ekki gert ráð fyrir að keppendur séu að létta sig fyrir mótið. Allir keppendur munu að minnsta kosti fá tvær glímur en á þessum mótum hafa margir af fremstu glímumönnum og bardagamönnum þjóðarinnar tekið sín fyrstu skref.

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:
4 – 5 ára
6 – 7 ára
8 – 9 ára
10 – 11 ára
12 – 13 ára
14 – 15 ára
16 – 17 ára

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular