spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Thompson vs. Pettis

Úrslit UFC Fight Night: Thompson vs. Pettis

UFC heimsótti Nashville í nótt og var með ekkert sérstakt bardagakvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Stephen Thompson og Anthony Pettis en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagakvöldið var ekki upp á marga fiska en aðalbardagi kvöldsins endaði nokkuð óvænt. Þegar skammt var eftir af 2. lotunni náði Pettis hoppandi hægri, superman högg, sem smellhitti í Thompson. Pettis fylgdi því eftir með tveimur höggum en Thompson var rotaður. Frábær sigur fyrir Pettis en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Anthony Pettis sigraði Stephen Thompson með rothögg eftir 4:55 í 2. lotu.
Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Justin Willis eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-26, 30-25).
Léttvigt: John Makdessi sigraði Jesús Pinedo eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Fluguvigt: Jussier Formiga sigraði Deiveson Figueiredo eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Hentivigt (148,5 pund*): Luis Peña sigraði Steven Peterson eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Fluguvigt kvenna: Maycee Barber sigraði JJ Aldrich með tæknilegu rothöggi (knee and punches) eftir 3:01 í 2. lotu.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Bryce Mitchell sigraði Bobby Moffett eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Marlon Vera sigraði Frankie Saenz með tæknilegu rothöggi eftir 1:25 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Jennifer Maia sigraði Alexis Davis eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Randa Markos sigraði Angela Hill með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:24 í 1. lotu.
Bantamvigt: Chris Gutierrez sigraði Ryan MacDonald eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Jordan Espinosa sigraði Eric Shelton eftir dómaraákvörðun.

*Luis Pena náði ekki vigt

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular