0

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Thompson vs. Pettis

UFC er með fínasta bardagakvöld í Nashville í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Stephen Thompson og Anthony Pettis en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Skemmtilegur bardagi eða of vinalegur bardagi?

Það verður áhugavert að sjá þá Stephen Thompson og Anthony Pettis mætast í kvöld. Pettis er að fara upp í veltivigt bara til að fá skemmtilegan bardaga gegn Thompson. Pettis virðist vera kominn á það stig ferilsins að hann er bara að leita að skemmtilegum bardögum. Báðir eru mjög tæknilegur en eiga það til að ofhugsa hlutina og gera lítið. Pettis hefur reyndar verið minna í því undanfarið sem hefur verið mjög skemmtilegt. Þetta gæti orðið mjög skemmtilegt en gæti líka verið aðeins of vinalegt þar sem þeir skiptast á faðmlögum og að gefa hvor öðrum fimmur í miðjum bardaga. Vonandi fáum við skemmtilegan, tæknilegan og þrælfjörugan bardaga í kvöld!

Yngri kynslóðin í þungavigtinni

Þeir Justin Willis og Curtis Blaydes mætast í áhugaverðum bardaga í þungavigt. Justin Willis hefur unnið alla fjóra bardaga sína í UFC og reyndi að sannfæra fjölmiðla um að hann gæti orðið stórt nafn ef UFC myndi setja smá kraft í kynningarstarfið á hans bardögum. Hann er samt bara með eitt rothögg og hafa bardagar hans ekki verið neitt sérstakir. Curtis Blaydes er að koma til baka eftir sitt annað tap á ferlinum, aftur gegn Francis Ngannou og aftur var það eftir rothögg. Hann er ennþá frekar ungur í þungavigtinni og á nóg eftir en þarf að passa sig á höggþunga Willis. Blaydes á bjarta framtíð í þungavigtinni en kannski gæti Willis stolið sviðsljósinu með góðum sigri?

Næsta stóra kvennastjarnan?

Það vantar ekki sjálfstraustið í Maycee Barber. Barber er 6-0 í MMA, 1-0 í UFC og sagði við Dana White eftir sinn fyrsta bardaga í UFC að hún yrði risastór stjarna sem yrði jafnvel stærri en Conor McGregor og Ronda Rousey. Hún átti frábæra frammistöðu í sínum fyrsta bardaga í UFC en andstæðingur hennar í kvöld, J.J. Aldrich, er talsvert betri en sá síðasti. Það verður áhugavert að sjá hvort hún geti gert það mikilvægasta sem þarf til að verða stjarna í kvöld og það er að vinna.

Mikilvægur bardagi í fluguvigt

Í fluguvigt mætast þeir Jussier Formiga og Deiveson Figueiredo. Báðir hafa þeir verið á góðu skriði en sá síðarnefndi er 15-0 sem atvinnumaður. Þetta er mikilvægur bardagi í fluguvigtinni en kannski ekki. Enn er óvíst hvort UFC muni halda þyngdarflokkinum á lífi en ef flokkurinn lifir verður sigurvegarinn hér kominn í góða stöðu. Formiga er einn af þeim fáu sem náði aldrei að berjast við Demetrious Johnson þrátt fyrir að vera lengi meðal þeirra bestu í fluguvigtinni. Þetta gæti orið áhugavert.

Ekki gleyma

Það eru margir ágætis bardagar á dagskrá sem vert er að fylgjast með. Pungslátrarinn Bryce Mitchell snýr aftur eftir óheppilegt slys í fyrra og þá má búast við hörku bardaga á milli Angelu Hill og Röndu Markos.

Fyrsti bardaginn hefst kl. 21 í kvöld en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.